Sóttvarnalæknir mælir með að lyf gegn HIV smiti verði gert aðgengilegra Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 19:30 Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira