Sóttvarnalæknir mælir með að lyf gegn HIV smiti verði gert aðgengilegra Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 19:30 Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira