Mæður Króla og JóaPé eru stoltar: „Góðir strákar að gera góða hluti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2017 23:45 „Okkur þykir svolítið vænt um hana þar sem þetta er búið að vera mjög langt og erfitt ferli,“ segja Króli og JóiPé um plötuna sína GerviGlingur sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur. Þeir sömdu lagið B.O.B.A. fyrir þónokkru síðan en ákváðu að setja það ekki í spilun fyrr en öll platan væri tilbúin. Kjartan Atli ræddi við þá félaga í Íslandi í dag í kvöld og einnig söngvarann Chase sem gaf út sumarsmellinn Ég vil það með JóaPé. Samstarf Króla og JóaPé byrjaði í janúar á þessu ári. „Ég sendi á Jóhannes Facebook skilaboð um að hann væri að gera fína hluti í tónlist,“ segir Króli en mánuði seinna höfðu þeir gefið út sína fyrstu plötu. Önnur plata þeirra kom svo út í þessum mánuði.B.O.B.A. varð til á tveimur tímum Lagið B.O.B.A. hefur verið spilað meira en 250 þúsund sinnum á Youtube á tíu dögum og platan í heild sinni er vinsæl hjá Íslendingum á Spotify. Þeir segja að lagið hafi orðið til á tveimur tímum í sveittu herbergi í Laugardalnum. Þeir félagar segja mikilvægast að halda áfram að gera tónlist. „Ekki týnast í einhverju nettu hæpi sem getur farið á einni nóttu. Ef að maður heldur áfram að gera það sem maður fílar að gera og finnst gaman að gera þá skiptir hitt eiginlega engu máli.“ „Það eru margir ekki sáttir með þennan framburð,“ segir Jói Pé aðspurður um framburð sinn á orðum eins og „njóta“ og „lifa“ í laginu Ég vil það. Hann segir að málfræðingar og fleiri hafi sett út á flutninginn en honum finnst þetta bara gaman.Áreynslulaust frá byrjun Þeir eru skynsamir og þetta er svo útpælt hjá þeim,“ segir Sigrún Össurardóttir móðir Króla. Mæður vinanna segja þá gera þetta allt sjálfir. „Þetta er allt einhvern vegin svo áreynslulaust, alveg frá byrjun hefur þetta verið það,“ segir Rakel Guðnadóttir móðir Jóa.„Þeir eru bara að njóta þess að gera það sem þeir eru að gera og gera það vel,“ bætir Sigrún við. Rakel segir að Króli og Jói Pé séu mjög ólíkir, svart og hvítt, en eigi listsköpunina sameiginlega. Mæður strákanna segjast stoltar en á sama tíma smá smeykar við það hvað þetta gerist hratt. „Maður er líka bara stoltur af því að þetta eru góðir strákar að gera góða hluti,“ segir Sigrún.Viðtölin í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni en hér fyrir neðan má sjá myndband JóaPé og Króla við lagið B.O.B.A. Tengdar fréttir Bretar kunna að meta Jóa Pé, Chase og Króla Lagið Ég vil það með Jóa Pé og Chase er sumarsmellur ársins í ár. Lagið hefur notið vinsælda síðustu mánuði og þekkja Íslendingar lagið vel. 11. september 2017 12:00 BO(M)BA frá JóaPé og KRÓLA Rapparinn Jói Pé hefur vakið mikla athygli hér á landi undanfarna mánuði og þá sértaklega fyrir lagið Ég vil það sem hann flytur ásamt Chase. 4. september 2017 16:30 Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
„Okkur þykir svolítið vænt um hana þar sem þetta er búið að vera mjög langt og erfitt ferli,“ segja Króli og JóiPé um plötuna sína GerviGlingur sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur. Þeir sömdu lagið B.O.B.A. fyrir þónokkru síðan en ákváðu að setja það ekki í spilun fyrr en öll platan væri tilbúin. Kjartan Atli ræddi við þá félaga í Íslandi í dag í kvöld og einnig söngvarann Chase sem gaf út sumarsmellinn Ég vil það með JóaPé. Samstarf Króla og JóaPé byrjaði í janúar á þessu ári. „Ég sendi á Jóhannes Facebook skilaboð um að hann væri að gera fína hluti í tónlist,“ segir Króli en mánuði seinna höfðu þeir gefið út sína fyrstu plötu. Önnur plata þeirra kom svo út í þessum mánuði.B.O.B.A. varð til á tveimur tímum Lagið B.O.B.A. hefur verið spilað meira en 250 þúsund sinnum á Youtube á tíu dögum og platan í heild sinni er vinsæl hjá Íslendingum á Spotify. Þeir segja að lagið hafi orðið til á tveimur tímum í sveittu herbergi í Laugardalnum. Þeir félagar segja mikilvægast að halda áfram að gera tónlist. „Ekki týnast í einhverju nettu hæpi sem getur farið á einni nóttu. Ef að maður heldur áfram að gera það sem maður fílar að gera og finnst gaman að gera þá skiptir hitt eiginlega engu máli.“ „Það eru margir ekki sáttir með þennan framburð,“ segir Jói Pé aðspurður um framburð sinn á orðum eins og „njóta“ og „lifa“ í laginu Ég vil það. Hann segir að málfræðingar og fleiri hafi sett út á flutninginn en honum finnst þetta bara gaman.Áreynslulaust frá byrjun Þeir eru skynsamir og þetta er svo útpælt hjá þeim,“ segir Sigrún Össurardóttir móðir Króla. Mæður vinanna segja þá gera þetta allt sjálfir. „Þetta er allt einhvern vegin svo áreynslulaust, alveg frá byrjun hefur þetta verið það,“ segir Rakel Guðnadóttir móðir Jóa.„Þeir eru bara að njóta þess að gera það sem þeir eru að gera og gera það vel,“ bætir Sigrún við. Rakel segir að Króli og Jói Pé séu mjög ólíkir, svart og hvítt, en eigi listsköpunina sameiginlega. Mæður strákanna segjast stoltar en á sama tíma smá smeykar við það hvað þetta gerist hratt. „Maður er líka bara stoltur af því að þetta eru góðir strákar að gera góða hluti,“ segir Sigrún.Viðtölin í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni en hér fyrir neðan má sjá myndband JóaPé og Króla við lagið B.O.B.A.
Tengdar fréttir Bretar kunna að meta Jóa Pé, Chase og Króla Lagið Ég vil það með Jóa Pé og Chase er sumarsmellur ársins í ár. Lagið hefur notið vinsælda síðustu mánuði og þekkja Íslendingar lagið vel. 11. september 2017 12:00 BO(M)BA frá JóaPé og KRÓLA Rapparinn Jói Pé hefur vakið mikla athygli hér á landi undanfarna mánuði og þá sértaklega fyrir lagið Ég vil það sem hann flytur ásamt Chase. 4. september 2017 16:30 Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Bretar kunna að meta Jóa Pé, Chase og Króla Lagið Ég vil það með Jóa Pé og Chase er sumarsmellur ársins í ár. Lagið hefur notið vinsælda síðustu mánuði og þekkja Íslendingar lagið vel. 11. september 2017 12:00
BO(M)BA frá JóaPé og KRÓLA Rapparinn Jói Pé hefur vakið mikla athygli hér á landi undanfarna mánuði og þá sértaklega fyrir lagið Ég vil það sem hann flytur ásamt Chase. 4. september 2017 16:30
Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30