Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 2. september 2017 13:46 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“ United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“
United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06