Tekjuhærri ferðamenn ekki að skila sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. september 2017 19:30 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Dregið hefur úr tekjuvexti í ferðaþjónustu og helst hann ekki í hendur við fjölgun ferðamanna. Gögn um neyslu og fjölda ferðamanna sýna að markmið um að ná tekjuhærri ferðamönnum til landsins hafi ekki náðst. Leita þarf aftur til ársins 2014 til að finna minni vöxt en var á síðasta ársfjórðungi. Þá námu útflutningstekjur greinarinnar 128 milljörðum króna og jukust um 8,9% á tólf mánaða grundvelli. Ef munurinn á milli tímabila er skoðaður á föstu gengi nemur aukningin 32% milli ára. Til samanburðar var vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi 47% og 55% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Ljóst er því að dregist hefur úr vextinum. Ferðamönnum fjölgar hins vegar áfram á sama tíma og tekjuvöxturinn minnkar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur ástæðu til að veita þróuninni athygli. „Við erum að fá minna út úr hverjum ferðamanni og auðvitað er það ekki okkar markmið. Við höfum verið að vinna með stjórnvöldum í markaðssetningu á því að fá betur borgandi ferðamenn til landsins; sem eru tilbúnir að dvelja lengur, gera meira og njóta betur. Svo virðist sem við séum ekki að fá þá ferðamenn miðað við þessa þróun," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Þá hefur einnig dregið jafnt og þétt úr fjölgun gistinótta. Gistinóttum fjölgaði um 15% á fyrstu sjö mánuðum ársins á sama tíma og ferðamönnum fjölgaði um 31%. Vöxturinn er drifinn áfram af hótelum á Suðurnesjum en samdráttur mælist á Austurlandi. Bendir þetta annað hvort til skemmri dvalartíma eða aukinnar ásóknar í annars konar gistiþjónustu. Helga segir ferðamenn virðast eyða minna í gistingu, afþreyingu og mat. „Þeir eru að draga úr í ýmiss konar afþreyingu. Menn eru að spara við sig í mat og við sjáum það í öðrum tölum bankanna að það er fyrst og fremst vöxtur hjá lágvöruverslunum í veltu til ferðamanna," segir Helga. Hún segir blikur á lofti og telur mikilvægt að staldra við. „Við erum ekki að horfa á neitt hrun en við erum að horfa á ákveðinn samdrátt á ákveðnum sviðum, sem segir okkur að við séum kannski ekki alveg að sækja þá ferðamenn sem við helst myndum vilja gera," segir Helga. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Dregið hefur úr tekjuvexti í ferðaþjónustu og helst hann ekki í hendur við fjölgun ferðamanna. Gögn um neyslu og fjölda ferðamanna sýna að markmið um að ná tekjuhærri ferðamönnum til landsins hafi ekki náðst. Leita þarf aftur til ársins 2014 til að finna minni vöxt en var á síðasta ársfjórðungi. Þá námu útflutningstekjur greinarinnar 128 milljörðum króna og jukust um 8,9% á tólf mánaða grundvelli. Ef munurinn á milli tímabila er skoðaður á föstu gengi nemur aukningin 32% milli ára. Til samanburðar var vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi 47% og 55% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Ljóst er því að dregist hefur úr vextinum. Ferðamönnum fjölgar hins vegar áfram á sama tíma og tekjuvöxturinn minnkar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur ástæðu til að veita þróuninni athygli. „Við erum að fá minna út úr hverjum ferðamanni og auðvitað er það ekki okkar markmið. Við höfum verið að vinna með stjórnvöldum í markaðssetningu á því að fá betur borgandi ferðamenn til landsins; sem eru tilbúnir að dvelja lengur, gera meira og njóta betur. Svo virðist sem við séum ekki að fá þá ferðamenn miðað við þessa þróun," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Þá hefur einnig dregið jafnt og þétt úr fjölgun gistinótta. Gistinóttum fjölgaði um 15% á fyrstu sjö mánuðum ársins á sama tíma og ferðamönnum fjölgaði um 31%. Vöxturinn er drifinn áfram af hótelum á Suðurnesjum en samdráttur mælist á Austurlandi. Bendir þetta annað hvort til skemmri dvalartíma eða aukinnar ásóknar í annars konar gistiþjónustu. Helga segir ferðamenn virðast eyða minna í gistingu, afþreyingu og mat. „Þeir eru að draga úr í ýmiss konar afþreyingu. Menn eru að spara við sig í mat og við sjáum það í öðrum tölum bankanna að það er fyrst og fremst vöxtur hjá lágvöruverslunum í veltu til ferðamanna," segir Helga. Hún segir blikur á lofti og telur mikilvægt að staldra við. „Við erum ekki að horfa á neitt hrun en við erum að horfa á ákveðinn samdrátt á ákveðnum sviðum, sem segir okkur að við séum kannski ekki alveg að sækja þá ferðamenn sem við helst myndum vilja gera," segir Helga.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Frávísuðu þremur á Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira