Innlent

Bruni í Skipholti: Maðurinn fluttur af sjúkrahúsi í fangaklefa

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn sem færður var á sjúkrahús í kjölfar bruna í bílskúr í Skipholti var í annarlegu ástandi. Meiðsl hans reyndust minniháttar og þegar það kom í ljós var hann færður í fangaklefa. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Jóhann Karl segir að þess sé nú beðið að maðurinn róist svo hægt sé að yfirheyra hann og komast til botns í því hvað átti sér stað inni í skúrnum.

Engin sprenging

Jóhann segir jafnframt ekki rétt að sprenging hafi orðið, eins og fyrstu upplýsingar frá slökkviliðinu gáfu til kynna. Þá segir hann enga leit standa yfir af manni eða mönnum sem eiga að hafa flúið af vettvangi.

Slökkviðliðinu barst tilkynning um sprengingu og mikinn eld í bílskúrnum á ellefta tímanum í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn í rýminu þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn.

Einn maður var sem fyrr segir fluttur á sjúkrahús og gengið var úr skugga um að enginn annar væri inni í rýminu.

 


Tengdar fréttir

Telja einn til tvo hafa hlaupið af vettvangi

Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er grunur um að einn eða tveir hafi hlaupið af vettvangi þegar sprenging varð í bílskúr í Skipholti nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×