Lífið

Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke

Stefán Árni Pálsson skrifar
Raggi Bjarna fer á kostum.
Raggi Bjarna fer á kostum.
Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér.

Myndbandið er í anda Carpool Karaoke innslaga James Corden sem hefur farið í bíltúra með stærstu poppstjörnum heims. 

Lagið er af plötunni Happy Hour með Ragga Bjarna sem kemur út 5.október. Með þeim í bílnum eru Snorri Sigurðar trompetleikari, Sigga Eyrún söngkona og Birna Rún leikkona. Þau verða öll á glæsilegum útgáfutónleikum sem haldnir verða í Háskólabíói þann 5. október og eru miðar seldir á tix.is.

Einnig koma þar fram Salka Sól, Ragnheiður Gröndal, Heiða Ólafs og Haukur Gröndal. Það vita það ekki margir en lagið er eftir söngkonu Blondie, Debbie Harry og engan annan en diskókonunginn Giorgio Moroder.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.