Undiralda þegar að er gáð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2017 10:15 "Þegar ég vinn að minni list þá nota ég bara filmu, það kemur ekkert annað til greina. Ég er samt ekkert á móti stafrænu tækninni í myndatökum. Þetta er bara svipað og þegar listmálarar velja sína pensla,“ segir Friðgeir. Mynd/Magnús Helgason Sýningin er nokkurs konar samtal milli tveggja staða, Suðurríkja Bandaríkjanna og Íslands og stemninguna sem ég upplifði þar. Þetta eru þeir tveir staðir sem eru mér kærastir,“ segir Friðgeir Helgason ljósmyndari um ljósmyndasýninguna Stemningu sem hann opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi klukkan 15 í dag. „Myndirnar voru teknar á árunum 2008-2013 þegar ég þvældist um þessi svæði. Sumir mundu segja: Hva, Louisiana og Ísland eiga ekkert sameiginlegt en þeir eiga mig sameiginlegan því ég ólst upp á Íslandi og bjó í sextán ár í New Orleans.“ Landslagið er býsna ólíkt sem myndirnar birta. „Louisiana er flatt eins og pönnukaka, þar er ekki einu sinni Himmelbjerg, heldur mikið fenjasvæði sem er á hraðri leið að sökkva í sjóinn. Bara að hverfa. Olíufélögin eru búin að grafa svo mikið af skurðum þarna og eyðileggja heilu svæðin,“ segir Friðgeir. „Sýningin er smá ádeila á hvernig maðurinn fer með náttúruna og hins vegar hversu hjálparlaus við erum gagnvart henni því í raun og veru höfum við enga stjórn á henni. Þarna eru nokkrar myndir af eldfjöllum á Íslandi, meðal annars af Eyjafjallajökulsgosinu. Samt er þetta ekki áróður sem er í andlitinu á fólki heldur undiralda þegar að er gáð.“ Sjálfur er Friðgeir úr Vestmanneyjum og byrjaði eiginlega ævi sína á að lenda í stórum náttúruhamförum. „Ég flutti frá Eyjum gosnóttina 23. janúar 1973 í Breiðholtið. Fyrsta ljósmyndasýning mín var Breiðholtssýning sem var á Listahátíð Reykjavíkur 2010 og mynd eftir mig var valin einkennismynd hátíðarinnar það árið. Afi minn með haglarann úti á svölum.“Ein myndanna á sýningunni: Hekla. Mynd/Friðgeir HelgasonMyndirnar á Stemningu voru allar teknar á Kodakfilmu og Friðgeir prentaði þær í stækkara upp á gamla mátann. „Það jafnast fátt á við að keyra stefnulaust um þjóðvegi með gamla góða Pentaxinn og slatta af filmum í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla við innfædda,“ segir hann. Friðgeir hefur búið í Bandaríkjunum í þrátíu ár og er á förum heim til LA eftir að hafa verið yfirkokkur á Hótel Flatey í sumar. „Besta leiðin til að vera ekki sveltandi listamaður er að vera kokkur líka,“ segir hann sposkur. Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, klukkan þrjú í dag, auk Stemningar er það Jafnvægi – Úr jafnvægi eftir myndlistarkonuna Rúrí. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sýningin er nokkurs konar samtal milli tveggja staða, Suðurríkja Bandaríkjanna og Íslands og stemninguna sem ég upplifði þar. Þetta eru þeir tveir staðir sem eru mér kærastir,“ segir Friðgeir Helgason ljósmyndari um ljósmyndasýninguna Stemningu sem hann opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi klukkan 15 í dag. „Myndirnar voru teknar á árunum 2008-2013 þegar ég þvældist um þessi svæði. Sumir mundu segja: Hva, Louisiana og Ísland eiga ekkert sameiginlegt en þeir eiga mig sameiginlegan því ég ólst upp á Íslandi og bjó í sextán ár í New Orleans.“ Landslagið er býsna ólíkt sem myndirnar birta. „Louisiana er flatt eins og pönnukaka, þar er ekki einu sinni Himmelbjerg, heldur mikið fenjasvæði sem er á hraðri leið að sökkva í sjóinn. Bara að hverfa. Olíufélögin eru búin að grafa svo mikið af skurðum þarna og eyðileggja heilu svæðin,“ segir Friðgeir. „Sýningin er smá ádeila á hvernig maðurinn fer með náttúruna og hins vegar hversu hjálparlaus við erum gagnvart henni því í raun og veru höfum við enga stjórn á henni. Þarna eru nokkrar myndir af eldfjöllum á Íslandi, meðal annars af Eyjafjallajökulsgosinu. Samt er þetta ekki áróður sem er í andlitinu á fólki heldur undiralda þegar að er gáð.“ Sjálfur er Friðgeir úr Vestmanneyjum og byrjaði eiginlega ævi sína á að lenda í stórum náttúruhamförum. „Ég flutti frá Eyjum gosnóttina 23. janúar 1973 í Breiðholtið. Fyrsta ljósmyndasýning mín var Breiðholtssýning sem var á Listahátíð Reykjavíkur 2010 og mynd eftir mig var valin einkennismynd hátíðarinnar það árið. Afi minn með haglarann úti á svölum.“Ein myndanna á sýningunni: Hekla. Mynd/Friðgeir HelgasonMyndirnar á Stemningu voru allar teknar á Kodakfilmu og Friðgeir prentaði þær í stækkara upp á gamla mátann. „Það jafnast fátt á við að keyra stefnulaust um þjóðvegi með gamla góða Pentaxinn og slatta af filmum í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla við innfædda,“ segir hann. Friðgeir hefur búið í Bandaríkjunum í þrátíu ár og er á förum heim til LA eftir að hafa verið yfirkokkur á Hótel Flatey í sumar. „Besta leiðin til að vera ekki sveltandi listamaður er að vera kokkur líka,“ segir hann sposkur. Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, klukkan þrjú í dag, auk Stemningar er það Jafnvægi – Úr jafnvægi eftir myndlistarkonuna Rúrí.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“