Innlent

Líkamsárás í Vesturbænum og fullar fangageymslar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Eyþór
Einn var fluttur á slysadeild með höfuðáverka eftir líkamsárás í Vesturbænum, lögregla telur sig vita hver gerandi er í málinu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem hafði í mörg horn að líta í nótt en fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullsetnar í nótt.

Töluverður fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ölvunar eða fíkniefna. Þá var bifreið stöðvuð við hefðbundið eftirlit en mikil kannabislykt fannst í bílnum.

Farþegi í framsæti var færður í lögreglubíl þar sem hann framvísaði því sem lögregla telur vera fíkniefni. Þá var minniháttar framleiðsla fíkniefna stöðvuð í Breiðholti í nótt.

Þar fundust þrjár fullvaxnar plöntur og lagt var hald á efnin sem og búnað til ræktunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×