Bjóða embættismönnum upp á fræðslu um höfundarrétt vegna ummæla Áslaugar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 19:30 Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður. Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður.
Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00
Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40