Hillingar frumsýna myndband: „Fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Virkilega vel unnið lag og myndband. „Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin mun frumsýna ný myndbönd næstu þrjá fimmtudaga hér á Lífinu. Árni segir að myndbandið við lagið Hyldýpi standi í raun eitt og sér sem lítil stuttmynd um málefnið. Myndböndin voru öll frumsýnd fyrir vinum og vandamönnum á Húrra í gærkvöldi. „Umræðan um geðheilbrigði hefur verið sýnileg á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að undanförnu en þó er sjaldan talað beint um þunglyndi eða sjálfsvíg. Það er þó staðreynd að mjög mörg ungmenni á Íslandi glíma við andlega vanlíðan á einn hátt eða annan og það verður að vera hægt að tala um þetta. Það má ekki forðast umræðuna og gera hana tabú.“ Hann segir að hljómsveitameðlimirnir séu alls ekki sérfræðingar í málum að þessum toga. „En þetta stendur okkur nærri rétt eins og svo mörgum öðrum í íslensku samfélagi. Við þekkjum til fjölda stráka á okkar aldri sem hafa ekki séð aðra leið en að taka sitt eigið líf á síðastliðnum árum. Það er þyngra en tárum taki. Þunglyndi og kvíðaraskanir eru mjög algengar í samfélaginu þrátt fyrir að fólk beri það ekki alltaf utan á sér.“ Árni segir að það sé sjaldan hægt að sjá það á fólki hvað það sé að ganga í gegnum og upplifa. „Þess vegna er svo mikilvægt að ræða þessi mál. Aðeins með fræðslu og umræðu má koma í veg fyrir skilningsleysi og fordóma. Okkur langaði að gefa frá okkur þetta lag, Hyldýpi, og myndbandið til að vekja athygli á þessum málefnum á opinskáan hátt. Þannig þarf umræðan að vera. Umfjöllunarefni lagsins og myndbandsins snertir okkur öll.“Árni Beinteinn leikur sjálfur í myndbandinu.Hljómsveitin Hillingar gefur út sína fyrstu smáskífu þann 31. ágúst á Spotify. Platan ber nafnið Brenndir á bálkesti og inniheldur fimm lög. Þá ætla Hillingar að gefa út þrjú tónlistarmyndbönd næstu þrjár vikurnar, eitt lag á viku. Fyrsta myndbandið er við lagið Hyldýpi og verður gefið út á YouTube sama dag og smáskífan, 31. ágúst. Myndböndin eru tiltölulega óhefðbundin að því leiti að hvert og eitt þeirra er sjálfstæð saga sem stendur eitt og sér sem einhvers konar stuttmynd. „Við syngjum ekki í myndavél heldur leikum hver og einn ákveðinn karakter í myndbandinu sem tengjast allir á einn hátt eða annan. Það er saga og hugmyndafræði á bakvið hvert lag sem sveitin gefur frá sér, bæði í textagerðinni sem og í myndböndin sem oftast haldast í hendur. Þar fyrir utan eru öll myndböndin svarthvít af ástæðum sem munu komu í ljós þegar fram líða stundir,“ segir Árni. Hillingar eru þeir Stefán Þór Þorgeirsson, Árni Beinteinn og Jóhannes Gauti Óttarsson sem einnig er taktsmiður sveitarinnar. Einnig er framleiðandinn Ísarr Nikulás Gunnarsson þeim innan handar við alla hugmyndavinnu. Þeir titla eigin stíl sem melódískt rapp þar sem vönduð og góð íslenska er í hávegum höfð. Þeir hafa til að mynda alltaf haft þá reglu að nota ekki enskuslettur og blótsyrði í textunum. Þá er það stefna sveitarinnar að láta tónlistarmyndbönd fylgja öllum útgefnum lögum og má því búast við alla vega fjórum myndböndum í viðbót á næstunni. Hillingar unnu til verðlauna fyrir textagerð í úrslitum Músíktilrauna í mars síðastliðnum. Brenndir á bálkesti er fyrsta smáskífa sveitarinnar er þremenningarnir hafa nú þegar lagt drög að tveimur öðrum plötum í þríleik sem hefur ákveðið upphaf og endi. Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Fyrsta útgefna lag Hillinga er lagið Hyldýpi sem varð til í mars síðastliðnum. Okkur langaði að gera lag sem fjallar opinskátt um þunglyndi og kvíðaraskanir, þá sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Íslandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin mun frumsýna ný myndbönd næstu þrjá fimmtudaga hér á Lífinu. Árni segir að myndbandið við lagið Hyldýpi standi í raun eitt og sér sem lítil stuttmynd um málefnið. Myndböndin voru öll frumsýnd fyrir vinum og vandamönnum á Húrra í gærkvöldi. „Umræðan um geðheilbrigði hefur verið sýnileg á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að undanförnu en þó er sjaldan talað beint um þunglyndi eða sjálfsvíg. Það er þó staðreynd að mjög mörg ungmenni á Íslandi glíma við andlega vanlíðan á einn hátt eða annan og það verður að vera hægt að tala um þetta. Það má ekki forðast umræðuna og gera hana tabú.“ Hann segir að hljómsveitameðlimirnir séu alls ekki sérfræðingar í málum að þessum toga. „En þetta stendur okkur nærri rétt eins og svo mörgum öðrum í íslensku samfélagi. Við þekkjum til fjölda stráka á okkar aldri sem hafa ekki séð aðra leið en að taka sitt eigið líf á síðastliðnum árum. Það er þyngra en tárum taki. Þunglyndi og kvíðaraskanir eru mjög algengar í samfélaginu þrátt fyrir að fólk beri það ekki alltaf utan á sér.“ Árni segir að það sé sjaldan hægt að sjá það á fólki hvað það sé að ganga í gegnum og upplifa. „Þess vegna er svo mikilvægt að ræða þessi mál. Aðeins með fræðslu og umræðu má koma í veg fyrir skilningsleysi og fordóma. Okkur langaði að gefa frá okkur þetta lag, Hyldýpi, og myndbandið til að vekja athygli á þessum málefnum á opinskáan hátt. Þannig þarf umræðan að vera. Umfjöllunarefni lagsins og myndbandsins snertir okkur öll.“Árni Beinteinn leikur sjálfur í myndbandinu.Hljómsveitin Hillingar gefur út sína fyrstu smáskífu þann 31. ágúst á Spotify. Platan ber nafnið Brenndir á bálkesti og inniheldur fimm lög. Þá ætla Hillingar að gefa út þrjú tónlistarmyndbönd næstu þrjár vikurnar, eitt lag á viku. Fyrsta myndbandið er við lagið Hyldýpi og verður gefið út á YouTube sama dag og smáskífan, 31. ágúst. Myndböndin eru tiltölulega óhefðbundin að því leiti að hvert og eitt þeirra er sjálfstæð saga sem stendur eitt og sér sem einhvers konar stuttmynd. „Við syngjum ekki í myndavél heldur leikum hver og einn ákveðinn karakter í myndbandinu sem tengjast allir á einn hátt eða annan. Það er saga og hugmyndafræði á bakvið hvert lag sem sveitin gefur frá sér, bæði í textagerðinni sem og í myndböndin sem oftast haldast í hendur. Þar fyrir utan eru öll myndböndin svarthvít af ástæðum sem munu komu í ljós þegar fram líða stundir,“ segir Árni. Hillingar eru þeir Stefán Þór Þorgeirsson, Árni Beinteinn og Jóhannes Gauti Óttarsson sem einnig er taktsmiður sveitarinnar. Einnig er framleiðandinn Ísarr Nikulás Gunnarsson þeim innan handar við alla hugmyndavinnu. Þeir titla eigin stíl sem melódískt rapp þar sem vönduð og góð íslenska er í hávegum höfð. Þeir hafa til að mynda alltaf haft þá reglu að nota ekki enskuslettur og blótsyrði í textunum. Þá er það stefna sveitarinnar að láta tónlistarmyndbönd fylgja öllum útgefnum lögum og má því búast við alla vega fjórum myndböndum í viðbót á næstunni. Hillingar unnu til verðlauna fyrir textagerð í úrslitum Músíktilrauna í mars síðastliðnum. Brenndir á bálkesti er fyrsta smáskífa sveitarinnar er þremenningarnir hafa nú þegar lagt drög að tveimur öðrum plötum í þríleik sem hefur ákveðið upphaf og endi.
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira