Haustspá Siggu Kling - Steingeitin: Þarft að verðleggja þig miklu hærra 1. september 2017 09:00 Elsku Steingeitin mín, þú ert fædd til að ganga hamingjusaman veg en flækir þig svo oft í viðhorfum til lífsins og þú treystir fáum þó þú eigir stóran vinahóp. Okkar stærstu og merkilegustu leiðtogar eru fæddir í þessu merki en til þess að þú náir að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera (og átt að vera) verður þú að læra að treysta, það er lykillinn að því að hamingjan geti búið í þér. Ég á eina ofsalega góða vinkonu sem er búsett í þessu merki og hún sagði einu sinni við mig: "köld eru kvennaráð" en í því var hún bara að meina að ég geri hvað sem ég þarf til að passa upp á þá sem eru fjölskyldan mín og þá sem ég elska. Margir mafíuforingjar eru fæddir í þessu merki og ef náinn vinur þinn myndi biðja þig um að grafa lík í garðinum þínum myndir þú gera það. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vinur þinn þó ekkert lík þurfi nú að grafa. Þú hefur átt það til að láta fólk sem hefur ekkert að gefa hindra þig á vegi þínum til vegsemdar. En þegar þú gerir þér grein fyrir hverjir eru sannir vinir þínir, hverjir eru bara þiggjendur að orkunni þinni og hverjum þú vilt verja lífinu með þá brýtur þú af þér alla fjötra. Þú ert svo einlæg en grípur stundum til þess ráðs að vera yfirborðskennd þegar þú ert óörugg. En það fer þér svo illa og fælir frá þér þá sem þú þráir mest að hafa í lífi þínu. Og þessi tilhneiging að skoða hversu langt þú kemst með fólk sem þér líkar í raun illa við mun alltaf valda þér skaða. Þú ert vel liðinn í vinnu og hvers kyns verkefnum því þú skilar þínu og gerir það vel. En þú þarft að vita og skilja að þú þarft að verðleggja þig miklu hærra en þú gerir. Þér er bara svo illa við að biðja um hærra kaup eða betri verkefni því þér finnst eins og þeir sem næst þér standa í verkefnum eigi bara að sjá hversu verðmætur þú ert. En hlutirnir virka ekki alltaf þannig. Þú þarft að muna að rétta upp hönd, minna á þig og vera staðföst í stoltinu þínu. Í ástinni viltu svo innilega að hlutirnir séu uppi á yfirborðinu svo þú þurfir ekki að læðast með fram veggjum. Þú ert svo hreinn og beinn andi að allt pukur mun láta þig kafna. Í ástinni þarftu að hafa hreint og tært hjarta því það mun skila sér eins og stærsti lottóvinningurinn. Þú hefur þann eiginleika að vera mjög gjafmild og höfðingleg þó þú hafir alls ekki efni á því, en þú munt sjá á haustmánuðum að þetta mun skila sér í jákvæðu karma frá einstaklingum sem þú bjóst alls ekki við að myndu styðja þig. Og þegar það gerist þá færðu aflið til að meta þig sjálfa að verðleikum. Setningin þín er: Hamingjan er í þínum höndum - If you‘re happy and you know it clap your handsFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Elsku Steingeitin mín, þú ert fædd til að ganga hamingjusaman veg en flækir þig svo oft í viðhorfum til lífsins og þú treystir fáum þó þú eigir stóran vinahóp. Okkar stærstu og merkilegustu leiðtogar eru fæddir í þessu merki en til þess að þú náir að vera sá leiðtogi sem þú vilt vera (og átt að vera) verður þú að læra að treysta, það er lykillinn að því að hamingjan geti búið í þér. Ég á eina ofsalega góða vinkonu sem er búsett í þessu merki og hún sagði einu sinni við mig: "köld eru kvennaráð" en í því var hún bara að meina að ég geri hvað sem ég þarf til að passa upp á þá sem eru fjölskyldan mín og þá sem ég elska. Margir mafíuforingjar eru fæddir í þessu merki og ef náinn vinur þinn myndi biðja þig um að grafa lík í garðinum þínum myndir þú gera það. Þess vegna er svo mikilvægt að vera vinur þinn þó ekkert lík þurfi nú að grafa. Þú hefur átt það til að láta fólk sem hefur ekkert að gefa hindra þig á vegi þínum til vegsemdar. En þegar þú gerir þér grein fyrir hverjir eru sannir vinir þínir, hverjir eru bara þiggjendur að orkunni þinni og hverjum þú vilt verja lífinu með þá brýtur þú af þér alla fjötra. Þú ert svo einlæg en grípur stundum til þess ráðs að vera yfirborðskennd þegar þú ert óörugg. En það fer þér svo illa og fælir frá þér þá sem þú þráir mest að hafa í lífi þínu. Og þessi tilhneiging að skoða hversu langt þú kemst með fólk sem þér líkar í raun illa við mun alltaf valda þér skaða. Þú ert vel liðinn í vinnu og hvers kyns verkefnum því þú skilar þínu og gerir það vel. En þú þarft að vita og skilja að þú þarft að verðleggja þig miklu hærra en þú gerir. Þér er bara svo illa við að biðja um hærra kaup eða betri verkefni því þér finnst eins og þeir sem næst þér standa í verkefnum eigi bara að sjá hversu verðmætur þú ert. En hlutirnir virka ekki alltaf þannig. Þú þarft að muna að rétta upp hönd, minna á þig og vera staðföst í stoltinu þínu. Í ástinni viltu svo innilega að hlutirnir séu uppi á yfirborðinu svo þú þurfir ekki að læðast með fram veggjum. Þú ert svo hreinn og beinn andi að allt pukur mun láta þig kafna. Í ástinni þarftu að hafa hreint og tært hjarta því það mun skila sér eins og stærsti lottóvinningurinn. Þú hefur þann eiginleika að vera mjög gjafmild og höfðingleg þó þú hafir alls ekki efni á því, en þú munt sjá á haustmánuðum að þetta mun skila sér í jákvæðu karma frá einstaklingum sem þú bjóst alls ekki við að myndu styðja þig. Og þegar það gerist þá færðu aflið til að meta þig sjálfa að verðleikum. Setningin þín er: Hamingjan er í þínum höndum - If you‘re happy and you know it clap your handsFrægar Steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í Sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, dr. Kristín Ólafsdóttir og Davíð Oddsson, Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarson, Tómas Guðbjartsson læknahetja, Lovísa Tómas, Dorrit Moussaieff forsetafrú, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, Jesús og Simmi á Fabrikkunni, Óttar Proppé, Ingveldur Ægissdóttir módir og kvunndagshetja, Hendrika Waage hönnuður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira