Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 19:00 Steindi og félagar fögnuðu ákaft þegar í mark var komið. Vísir/eyþór „Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51