Með ýmislegt á prjónunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. ágúst 2017 11:15 Atli Örvarsson er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að semja tónlist í Hollywood-myndir. Vísir/Anton Brink Þegar blaðamaður nær tali af Atla og spyr hann hvernig lífið sé í Hollywood segir hann að það sé bara nokkuð ljúft, hann sitji í sól og blíðu í Santa Monica í Los Angeles og semji tónlist fyrir teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn – en þar er um að ræða eitt stærsta verkefnið í íslenskri kvikmyndasögu. Það er annað verkefni, sem líka er eitt af þeim stærstu í Íslandssögunni, sem Atli kom nálægt, en það er hljóðsporið fyrir kvikmyndina The Hitman’s Bodyguard – en hún er um þessar mundir ein sú vinsælasta í heiminum. „Þetta var bara rosalega skemmtilegt. Þetta kom upp í hendurnar á mér frekar seint í ferlinu þannig að þetta var knappur tími og svoleiðis. Það er oft þannig að þegar maður hefur lítinn tíma verður maður bara að taka ákvarðanir fljótt og það er oft skemmtilegast – að fylgja bara fyrstu tilfinningu. Það er enginn tími fyrir efann,“ segir Atli spurður út í hvernig þetta verkefni hafi eiginlega verið. Í aðalhlutverkum í myndinni eru Samuel L. Jackson og Ryan Reynolds, báðir auðvitað með stærri nöfnum í kvikmyndabransanum í heiminum í dag. Það hefur vakið töluverða athygli að Samuel L. Jackson syngur eitt af aðallögunum í myndinni, lag sem hann samdi með hjálp Atla. „Þetta er svona lag sem kemur út úr senu í myndinni. Þeir voru að taka upp einhverja senu og Samuel byrjar að riffa og impróvísera eitthvert lag til að stríða Ryan Reynolds, eða hans karakter, og byrjar bara að syngja þetta, að ég held örugglega, á settinu. Þetta kemur svona helvíti vel út þannig að Patrick Hughes, leikstjóri myndarinnar, fær hugmyndina seinna, þegar við vorum að semja sándtrakkið, um að klára lagið. Samuel lauk við að semja textann og laglínuna og sendi það svo til mín. Ég útfærði þetta aðeins betur, útsetti og pródúseraði. Ég fékk líka Pálma Gunnarsson til að semja „scratch track“ og svo söng Sam þetta í stúdíói í New York – ég fékk það sent aftur til baka og kláraði svo að útsetja og pródúsera lagið, þannig að þetta var svolítið fram og til baka. En ég var aldrei í sama herbergi og Samuel L. Jackson á meðan á þessu stóð.“Samuel L Jackson og Ryan Reynolds eru alltaf eitthvað að stríða hvor öðrum.Hljóðrásin í The Hitman’s Bodyguard var tekin upp víðsvegar um heiminn – allt frá Akureyri til Los Angeles þar sem Atli veifar tónsprota sínum yfir allan heiminn. „Trommurnar, bassinn og gítarinn – þetta var allt tekið upp á Akureyri. Orgelið í Reykjavík, svo söng Sam þetta í New York og bakraddirnar voru teknar upp í Abbey Road í London. Þannig að þetta er alþjóðlegt verkefni.“ Í Hofi á Akureyri er mikið og merkilegt starf í gangi en þar verður opnuð fullkomin aðstaða til upptöku á sinfónískri kvikmyndatónlist þann 15. september. Nú þegar er verið að taka upp tónlist í húsnæðinu og þar er Atli einn stærsti kúnninn. Þarna hefur verið tekið upp í verkefni fyrir Sony, Disney og fleiri. Þarna var tekið upp fyrir myndina The Perfect Guy, Hrúta, Fyrir framan annað fólk, Jacob’s Ladder, Bilal og fleiri.Hvað er svo fram undan? „Það er ýmislegt. Það er auðvitað Ploey – en við erum einmitt að fara að taka upp „skorið“ fyrir hana í Hofi á Akureyri núna í september. Ég verð eitthvað að vinna í henni fram eftir hausti og síðan verður hún frumsýnd um jólin. Þetta er næstdýrasta kvikmynd Íslandssögunnar og búið að selja hana til 63 landa, sirka. Þetta er risaverkefni. Svo er ég að klára tvær bíómyndir í Ameríku fyrir áramót – það er annars vegar endurgerð af myndinni Jacob’s Ladder og svo er ég að fara að gera mynd sem heitir How It Ends sem er með Forest Whitaker og Theo James. Þrjár bíómyndir fram að áramótum og um leið er ég að gera tónlistina fyrir Chicago Fire, Chicago P.D. og Chicago Med – og svo er – já, það gæti verið fleira í burðarliðnum, en við látum þetta bara duga í bili,“ segir Atli dularfullur að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver næstu verkefni hans verða í kvikmyndaborginni Los Angeles. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Þegar blaðamaður nær tali af Atla og spyr hann hvernig lífið sé í Hollywood segir hann að það sé bara nokkuð ljúft, hann sitji í sól og blíðu í Santa Monica í Los Angeles og semji tónlist fyrir teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn – en þar er um að ræða eitt stærsta verkefnið í íslenskri kvikmyndasögu. Það er annað verkefni, sem líka er eitt af þeim stærstu í Íslandssögunni, sem Atli kom nálægt, en það er hljóðsporið fyrir kvikmyndina The Hitman’s Bodyguard – en hún er um þessar mundir ein sú vinsælasta í heiminum. „Þetta var bara rosalega skemmtilegt. Þetta kom upp í hendurnar á mér frekar seint í ferlinu þannig að þetta var knappur tími og svoleiðis. Það er oft þannig að þegar maður hefur lítinn tíma verður maður bara að taka ákvarðanir fljótt og það er oft skemmtilegast – að fylgja bara fyrstu tilfinningu. Það er enginn tími fyrir efann,“ segir Atli spurður út í hvernig þetta verkefni hafi eiginlega verið. Í aðalhlutverkum í myndinni eru Samuel L. Jackson og Ryan Reynolds, báðir auðvitað með stærri nöfnum í kvikmyndabransanum í heiminum í dag. Það hefur vakið töluverða athygli að Samuel L. Jackson syngur eitt af aðallögunum í myndinni, lag sem hann samdi með hjálp Atla. „Þetta er svona lag sem kemur út úr senu í myndinni. Þeir voru að taka upp einhverja senu og Samuel byrjar að riffa og impróvísera eitthvert lag til að stríða Ryan Reynolds, eða hans karakter, og byrjar bara að syngja þetta, að ég held örugglega, á settinu. Þetta kemur svona helvíti vel út þannig að Patrick Hughes, leikstjóri myndarinnar, fær hugmyndina seinna, þegar við vorum að semja sándtrakkið, um að klára lagið. Samuel lauk við að semja textann og laglínuna og sendi það svo til mín. Ég útfærði þetta aðeins betur, útsetti og pródúseraði. Ég fékk líka Pálma Gunnarsson til að semja „scratch track“ og svo söng Sam þetta í stúdíói í New York – ég fékk það sent aftur til baka og kláraði svo að útsetja og pródúsera lagið, þannig að þetta var svolítið fram og til baka. En ég var aldrei í sama herbergi og Samuel L. Jackson á meðan á þessu stóð.“Samuel L Jackson og Ryan Reynolds eru alltaf eitthvað að stríða hvor öðrum.Hljóðrásin í The Hitman’s Bodyguard var tekin upp víðsvegar um heiminn – allt frá Akureyri til Los Angeles þar sem Atli veifar tónsprota sínum yfir allan heiminn. „Trommurnar, bassinn og gítarinn – þetta var allt tekið upp á Akureyri. Orgelið í Reykjavík, svo söng Sam þetta í New York og bakraddirnar voru teknar upp í Abbey Road í London. Þannig að þetta er alþjóðlegt verkefni.“ Í Hofi á Akureyri er mikið og merkilegt starf í gangi en þar verður opnuð fullkomin aðstaða til upptöku á sinfónískri kvikmyndatónlist þann 15. september. Nú þegar er verið að taka upp tónlist í húsnæðinu og þar er Atli einn stærsti kúnninn. Þarna hefur verið tekið upp í verkefni fyrir Sony, Disney og fleiri. Þarna var tekið upp fyrir myndina The Perfect Guy, Hrúta, Fyrir framan annað fólk, Jacob’s Ladder, Bilal og fleiri.Hvað er svo fram undan? „Það er ýmislegt. Það er auðvitað Ploey – en við erum einmitt að fara að taka upp „skorið“ fyrir hana í Hofi á Akureyri núna í september. Ég verð eitthvað að vinna í henni fram eftir hausti og síðan verður hún frumsýnd um jólin. Þetta er næstdýrasta kvikmynd Íslandssögunnar og búið að selja hana til 63 landa, sirka. Þetta er risaverkefni. Svo er ég að klára tvær bíómyndir í Ameríku fyrir áramót – það er annars vegar endurgerð af myndinni Jacob’s Ladder og svo er ég að fara að gera mynd sem heitir How It Ends sem er með Forest Whitaker og Theo James. Þrjár bíómyndir fram að áramótum og um leið er ég að gera tónlistina fyrir Chicago Fire, Chicago P.D. og Chicago Med – og svo er – já, það gæti verið fleira í burðarliðnum, en við látum þetta bara duga í bili,“ segir Atli dularfullur að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver næstu verkefni hans verða í kvikmyndaborginni Los Angeles.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira