Með ýmislegt á prjónunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. ágúst 2017 11:15 Atli Örvarsson er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að semja tónlist í Hollywood-myndir. Vísir/Anton Brink Þegar blaðamaður nær tali af Atla og spyr hann hvernig lífið sé í Hollywood segir hann að það sé bara nokkuð ljúft, hann sitji í sól og blíðu í Santa Monica í Los Angeles og semji tónlist fyrir teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn – en þar er um að ræða eitt stærsta verkefnið í íslenskri kvikmyndasögu. Það er annað verkefni, sem líka er eitt af þeim stærstu í Íslandssögunni, sem Atli kom nálægt, en það er hljóðsporið fyrir kvikmyndina The Hitman’s Bodyguard – en hún er um þessar mundir ein sú vinsælasta í heiminum. „Þetta var bara rosalega skemmtilegt. Þetta kom upp í hendurnar á mér frekar seint í ferlinu þannig að þetta var knappur tími og svoleiðis. Það er oft þannig að þegar maður hefur lítinn tíma verður maður bara að taka ákvarðanir fljótt og það er oft skemmtilegast – að fylgja bara fyrstu tilfinningu. Það er enginn tími fyrir efann,“ segir Atli spurður út í hvernig þetta verkefni hafi eiginlega verið. Í aðalhlutverkum í myndinni eru Samuel L. Jackson og Ryan Reynolds, báðir auðvitað með stærri nöfnum í kvikmyndabransanum í heiminum í dag. Það hefur vakið töluverða athygli að Samuel L. Jackson syngur eitt af aðallögunum í myndinni, lag sem hann samdi með hjálp Atla. „Þetta er svona lag sem kemur út úr senu í myndinni. Þeir voru að taka upp einhverja senu og Samuel byrjar að riffa og impróvísera eitthvert lag til að stríða Ryan Reynolds, eða hans karakter, og byrjar bara að syngja þetta, að ég held örugglega, á settinu. Þetta kemur svona helvíti vel út þannig að Patrick Hughes, leikstjóri myndarinnar, fær hugmyndina seinna, þegar við vorum að semja sándtrakkið, um að klára lagið. Samuel lauk við að semja textann og laglínuna og sendi það svo til mín. Ég útfærði þetta aðeins betur, útsetti og pródúseraði. Ég fékk líka Pálma Gunnarsson til að semja „scratch track“ og svo söng Sam þetta í stúdíói í New York – ég fékk það sent aftur til baka og kláraði svo að útsetja og pródúsera lagið, þannig að þetta var svolítið fram og til baka. En ég var aldrei í sama herbergi og Samuel L. Jackson á meðan á þessu stóð.“Samuel L Jackson og Ryan Reynolds eru alltaf eitthvað að stríða hvor öðrum.Hljóðrásin í The Hitman’s Bodyguard var tekin upp víðsvegar um heiminn – allt frá Akureyri til Los Angeles þar sem Atli veifar tónsprota sínum yfir allan heiminn. „Trommurnar, bassinn og gítarinn – þetta var allt tekið upp á Akureyri. Orgelið í Reykjavík, svo söng Sam þetta í New York og bakraddirnar voru teknar upp í Abbey Road í London. Þannig að þetta er alþjóðlegt verkefni.“ Í Hofi á Akureyri er mikið og merkilegt starf í gangi en þar verður opnuð fullkomin aðstaða til upptöku á sinfónískri kvikmyndatónlist þann 15. september. Nú þegar er verið að taka upp tónlist í húsnæðinu og þar er Atli einn stærsti kúnninn. Þarna hefur verið tekið upp í verkefni fyrir Sony, Disney og fleiri. Þarna var tekið upp fyrir myndina The Perfect Guy, Hrúta, Fyrir framan annað fólk, Jacob’s Ladder, Bilal og fleiri.Hvað er svo fram undan? „Það er ýmislegt. Það er auðvitað Ploey – en við erum einmitt að fara að taka upp „skorið“ fyrir hana í Hofi á Akureyri núna í september. Ég verð eitthvað að vinna í henni fram eftir hausti og síðan verður hún frumsýnd um jólin. Þetta er næstdýrasta kvikmynd Íslandssögunnar og búið að selja hana til 63 landa, sirka. Þetta er risaverkefni. Svo er ég að klára tvær bíómyndir í Ameríku fyrir áramót – það er annars vegar endurgerð af myndinni Jacob’s Ladder og svo er ég að fara að gera mynd sem heitir How It Ends sem er með Forest Whitaker og Theo James. Þrjár bíómyndir fram að áramótum og um leið er ég að gera tónlistina fyrir Chicago Fire, Chicago P.D. og Chicago Med – og svo er – já, það gæti verið fleira í burðarliðnum, en við látum þetta bara duga í bili,“ segir Atli dularfullur að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver næstu verkefni hans verða í kvikmyndaborginni Los Angeles. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Fleiri fréttir Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Sjá meira
Þegar blaðamaður nær tali af Atla og spyr hann hvernig lífið sé í Hollywood segir hann að það sé bara nokkuð ljúft, hann sitji í sól og blíðu í Santa Monica í Los Angeles og semji tónlist fyrir teiknimyndina Lói – þú flýgur aldrei einn – en þar er um að ræða eitt stærsta verkefnið í íslenskri kvikmyndasögu. Það er annað verkefni, sem líka er eitt af þeim stærstu í Íslandssögunni, sem Atli kom nálægt, en það er hljóðsporið fyrir kvikmyndina The Hitman’s Bodyguard – en hún er um þessar mundir ein sú vinsælasta í heiminum. „Þetta var bara rosalega skemmtilegt. Þetta kom upp í hendurnar á mér frekar seint í ferlinu þannig að þetta var knappur tími og svoleiðis. Það er oft þannig að þegar maður hefur lítinn tíma verður maður bara að taka ákvarðanir fljótt og það er oft skemmtilegast – að fylgja bara fyrstu tilfinningu. Það er enginn tími fyrir efann,“ segir Atli spurður út í hvernig þetta verkefni hafi eiginlega verið. Í aðalhlutverkum í myndinni eru Samuel L. Jackson og Ryan Reynolds, báðir auðvitað með stærri nöfnum í kvikmyndabransanum í heiminum í dag. Það hefur vakið töluverða athygli að Samuel L. Jackson syngur eitt af aðallögunum í myndinni, lag sem hann samdi með hjálp Atla. „Þetta er svona lag sem kemur út úr senu í myndinni. Þeir voru að taka upp einhverja senu og Samuel byrjar að riffa og impróvísera eitthvert lag til að stríða Ryan Reynolds, eða hans karakter, og byrjar bara að syngja þetta, að ég held örugglega, á settinu. Þetta kemur svona helvíti vel út þannig að Patrick Hughes, leikstjóri myndarinnar, fær hugmyndina seinna, þegar við vorum að semja sándtrakkið, um að klára lagið. Samuel lauk við að semja textann og laglínuna og sendi það svo til mín. Ég útfærði þetta aðeins betur, útsetti og pródúseraði. Ég fékk líka Pálma Gunnarsson til að semja „scratch track“ og svo söng Sam þetta í stúdíói í New York – ég fékk það sent aftur til baka og kláraði svo að útsetja og pródúsera lagið, þannig að þetta var svolítið fram og til baka. En ég var aldrei í sama herbergi og Samuel L. Jackson á meðan á þessu stóð.“Samuel L Jackson og Ryan Reynolds eru alltaf eitthvað að stríða hvor öðrum.Hljóðrásin í The Hitman’s Bodyguard var tekin upp víðsvegar um heiminn – allt frá Akureyri til Los Angeles þar sem Atli veifar tónsprota sínum yfir allan heiminn. „Trommurnar, bassinn og gítarinn – þetta var allt tekið upp á Akureyri. Orgelið í Reykjavík, svo söng Sam þetta í New York og bakraddirnar voru teknar upp í Abbey Road í London. Þannig að þetta er alþjóðlegt verkefni.“ Í Hofi á Akureyri er mikið og merkilegt starf í gangi en þar verður opnuð fullkomin aðstaða til upptöku á sinfónískri kvikmyndatónlist þann 15. september. Nú þegar er verið að taka upp tónlist í húsnæðinu og þar er Atli einn stærsti kúnninn. Þarna hefur verið tekið upp í verkefni fyrir Sony, Disney og fleiri. Þarna var tekið upp fyrir myndina The Perfect Guy, Hrúta, Fyrir framan annað fólk, Jacob’s Ladder, Bilal og fleiri.Hvað er svo fram undan? „Það er ýmislegt. Það er auðvitað Ploey – en við erum einmitt að fara að taka upp „skorið“ fyrir hana í Hofi á Akureyri núna í september. Ég verð eitthvað að vinna í henni fram eftir hausti og síðan verður hún frumsýnd um jólin. Þetta er næstdýrasta kvikmynd Íslandssögunnar og búið að selja hana til 63 landa, sirka. Þetta er risaverkefni. Svo er ég að klára tvær bíómyndir í Ameríku fyrir áramót – það er annars vegar endurgerð af myndinni Jacob’s Ladder og svo er ég að fara að gera mynd sem heitir How It Ends sem er með Forest Whitaker og Theo James. Þrjár bíómyndir fram að áramótum og um leið er ég að gera tónlistina fyrir Chicago Fire, Chicago P.D. og Chicago Med – og svo er – já, það gæti verið fleira í burðarliðnum, en við látum þetta bara duga í bili,“ segir Atli dularfullur að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver næstu verkefni hans verða í kvikmyndaborginni Los Angeles.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Fleiri fréttir Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Sjá meira