Iceland Airwaves hefur kynnt 40 ný atriði fyrir tónlistarhátíðina í ár en meðal þeirra er hljómsveitin GusGus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Airwaves. Einnig koma fram Pinegrove, IDER, Fazerdaze og Pale Honey en áður hafði verið tilkynnt um flytjendur eins og Mumford & Sons, Fleet Foxes, Sigrid, Michael Kiwanuka, Songhoy Blues, Àsgeir, Billy Bragg, Benjamin Clementine, Arab Strap, JFDR, Kelly Lee Owens, Aldous Harding og Mammút.
GusGus er orðin tveggja manna hljómsveit, skipuð þeim Birgi Þórarinssyni og Daníel Ágústi Haraldssyni. Nýjasta plata GusGus kemur út í september en hún heitir Lies Are More Flexible. Iceland Airwaves fer fram í Reykjavík og á Akureyri 1. til 5. nóvember næstkomandi en þetta er í fyrsta skipti sem tveir tónlistarstaðir eru notaðir á hátíðinni.
GusGus á Airwaves í ár
Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Mest lesið

Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun
Tíska og hönnun


Bakið er hætt að hefna sín
Lífið samstarf




Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit
Lífið samstarf


