RIF plata lítur loksins dagsins ljós Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. ágúst 2017 09:45 Andri Ásgrímsson úr RIF náði loksins að klára og gefa út plötuna Yfir djúpin dagur skín. Vísir/Ernir „Þetta er plata sem ég hef verið að vinna að í frekar langan tíma, átakanlegt verkefni sem ég þurfti að klára. Það var aðallega peningaleysi sem olli því að þetta tók svona langan tíma – það kostar að fara í stúdíó, og svo bara lífið, lífið tekur meiri tíma heldur en að gera tónlist – tónlist er ekki söluvæn vara í dag og er alltaf á kantinum,“ segir Andri Ásgrímsson tónlistarmaður en hann ásamt Haraldi Þorsteinssyni sendi frá sér plötuna Yfir djúpin dagur skín. Þeir starfa sem hljómsveitin RIF en hafa þó ýmislegt brallað í tónlistinni gegnum tíðina – Andri hefur lengi spilað með Leaves og með Haraldi í hljómsveitinni Náttfara. „þetta er dálítið þjóðleg plata – ég er að syngja á íslensku. Það var eiginlega konseptið, ég hef aðallega verið í „instrumental“ tónlist; Náttfara og svo gerði ég sólóplötu 2009 sem hét Orrustan um Esjuna sem var bara „instrumental“. Svo þetta var smá „challenge“ fyrir mig, að fara út í þennan anga tónlistar og syngja á íslensku. Ég var að gera lög við texta eftir Stein Steinarr og út frá því fór ég að gera eigin texta. Þannig að þetta var svolítið spennandi á tímabili en síðan var þetta sett í skúffu. En núna er þetta loksins komið.“ RIF spilar í Lucky Records í dag klukkan fimm. Plötuna má kaupa á geisladisk og vínyl í Smekkleysu, Lucky Records og Kaffi Vínyl auk þess sem hlusta má á hana á Spotify og iTunes. Tónlist Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er plata sem ég hef verið að vinna að í frekar langan tíma, átakanlegt verkefni sem ég þurfti að klára. Það var aðallega peningaleysi sem olli því að þetta tók svona langan tíma – það kostar að fara í stúdíó, og svo bara lífið, lífið tekur meiri tíma heldur en að gera tónlist – tónlist er ekki söluvæn vara í dag og er alltaf á kantinum,“ segir Andri Ásgrímsson tónlistarmaður en hann ásamt Haraldi Þorsteinssyni sendi frá sér plötuna Yfir djúpin dagur skín. Þeir starfa sem hljómsveitin RIF en hafa þó ýmislegt brallað í tónlistinni gegnum tíðina – Andri hefur lengi spilað með Leaves og með Haraldi í hljómsveitinni Náttfara. „þetta er dálítið þjóðleg plata – ég er að syngja á íslensku. Það var eiginlega konseptið, ég hef aðallega verið í „instrumental“ tónlist; Náttfara og svo gerði ég sólóplötu 2009 sem hét Orrustan um Esjuna sem var bara „instrumental“. Svo þetta var smá „challenge“ fyrir mig, að fara út í þennan anga tónlistar og syngja á íslensku. Ég var að gera lög við texta eftir Stein Steinarr og út frá því fór ég að gera eigin texta. Þannig að þetta var svolítið spennandi á tímabili en síðan var þetta sett í skúffu. En núna er þetta loksins komið.“ RIF spilar í Lucky Records í dag klukkan fimm. Plötuna má kaupa á geisladisk og vínyl í Smekkleysu, Lucky Records og Kaffi Vínyl auk þess sem hlusta má á hana á Spotify og iTunes.
Tónlist Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira