Undir trénu valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2017 16:30 Edda Björgvinsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum. Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september. Nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu á Undir trénu í Orrizonti keppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem fer fram frá 30. ágúst – 9. september. „Þetta eru frábærar fréttir og gerir þetta að enn meiri draumabyrjun fyrir myndina, að vera á þessum tveimur stærstu kvikmyndahátíðum haustsins, Feneyjum og Toronto,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi. „Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ Hann segir að þessi byrjun gefi frábær fyrirheit um það sem koma skal. „Við finnum nú þegar fyrir mjög miklum áhuga frá fleiri kvikmyndahátíðum þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig spilast úr haustinu. Burt séð frá þessum góðu fréttum erum við líka afskaplega spennt að frumsýna myndina hérna heima þann 6. september næstkomandi. Íslenski markaðurinn er mikilvægastur fyrir okkur sem að myndinni standa.“ Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 6. september. Undir trénu fjallar um Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg, París norðursins) leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september. Nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu á Undir trénu í Orrizonti keppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem fer fram frá 30. ágúst – 9. september. „Þetta eru frábærar fréttir og gerir þetta að enn meiri draumabyrjun fyrir myndina, að vera á þessum tveimur stærstu kvikmyndahátíðum haustsins, Feneyjum og Toronto,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi. „Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ Hann segir að þessi byrjun gefi frábær fyrirheit um það sem koma skal. „Við finnum nú þegar fyrir mjög miklum áhuga frá fleiri kvikmyndahátíðum þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig spilast úr haustinu. Burt séð frá þessum góðu fréttum erum við líka afskaplega spennt að frumsýna myndina hérna heima þann 6. september næstkomandi. Íslenski markaðurinn er mikilvægastur fyrir okkur sem að myndinni standa.“ Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 6. september. Undir trénu fjallar um Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg, París norðursins) leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira