„Grjótið flýgur í allar áttir“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 20:00 Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira