Ágústspá Siggu Kling - Tvíburi: Það býr í þér sálfræðingur 4. ágúst 2017 09:00 Elsku hjartans Tvíburinn minn, þú lifir sko lífinu til fulls og fylgir þinni lífsspeki helst fram í rauðan dauðann og ég bara dáist að krafti þínum og öllu því sem þú hefur til að bera. Þú ert svo yndislega næmur og beintengdur við almættið sem færir þér alls konar hugboð og þú þarft helst alltaf að hrinda öllu af stað núna eða strax. Þú hefur líka svo einstakt ímyndunarafl sem getur gert þig alveg vitlausan, þess vegna er svo mikilvægt að þú notir þetta afl til að skapa og skreyta líf þitt í öllum litum. Það er algengt að þú hafir góða rödd, getir sungið eða sért svo skemmtileg ræðumanneskja að annað fólk verður furðu lostið, en ef þú reynir að festa þig niður í ramma og vera eitthvað svo afskaplega skynsamur þá verðurðu alveg drepleiðinlegur og það hefur verstu áhrifin á þig. Það býr í þér sálfræðingur og þú gefur öðrum svo góð ráð, en gleymir stundum að fara eftir þeim sjálfur og þú felur tilfinningarnar þínar og sýnir ástina meira í formi athafna og gjafa - en þegar þú ert kominn á ystu nöf þá flæða orðin. Hugsaðu bara alltaf að þú sért á ystu nöf og leyfðu orðunum að flæða, því orðheppnara merki er ekki til. Þú lifir á hlátri, sól og sumri svo hafðu það alltaf í hádegismat. Plánetan Merkúr dansar yfir Tvíburanum og eflir það sem þú segir og það sem þú hugsar og þú verður svo snilldargóður í öllum samskiptum svo drífðu þig í að tala við þann eða þá sem geta komið þér þangað sem þú vilt - núna er tíminn. Það er í orku þinni að vera miðpunktur athyglinnar hvort sem þú vilt það eða ekki. Þú stendur alltaf upp úr hópnum því þú hefur svo mikinn karakter að bera og hefur svo skemmtilega hæfileika til að daðra og getur daðrað þig fremst í röðina, hvar svo sem sú röð er nú. Í ástinni verðurðu að hafa maka sem þú þarft að hafa fyrir því þá eru miklu meiri líkur að þú viljir halda í hann. En enginn segir þér til í ástinni og þegar þú ert á lausu áttu til að vera of hvikull og vera ástfanginn upp fyrir haus fyrir hádegi en vera svo skítsama seinnipartinn. Og í ástinni skaltu alls ekki vera ráðgjafi þess sem þú elskar heldur skaltu magna upp ástina og leyfa þeim sem þú elskar að vera nákvæmlega eins og hann vill. Ég segi það enn og aftur: þú ert sumarið. Setningin þín er: Ég fer í fríið (Þorgeir Ástvaldsson)Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Elsku hjartans Tvíburinn minn, þú lifir sko lífinu til fulls og fylgir þinni lífsspeki helst fram í rauðan dauðann og ég bara dáist að krafti þínum og öllu því sem þú hefur til að bera. Þú ert svo yndislega næmur og beintengdur við almættið sem færir þér alls konar hugboð og þú þarft helst alltaf að hrinda öllu af stað núna eða strax. Þú hefur líka svo einstakt ímyndunarafl sem getur gert þig alveg vitlausan, þess vegna er svo mikilvægt að þú notir þetta afl til að skapa og skreyta líf þitt í öllum litum. Það er algengt að þú hafir góða rödd, getir sungið eða sért svo skemmtileg ræðumanneskja að annað fólk verður furðu lostið, en ef þú reynir að festa þig niður í ramma og vera eitthvað svo afskaplega skynsamur þá verðurðu alveg drepleiðinlegur og það hefur verstu áhrifin á þig. Það býr í þér sálfræðingur og þú gefur öðrum svo góð ráð, en gleymir stundum að fara eftir þeim sjálfur og þú felur tilfinningarnar þínar og sýnir ástina meira í formi athafna og gjafa - en þegar þú ert kominn á ystu nöf þá flæða orðin. Hugsaðu bara alltaf að þú sért á ystu nöf og leyfðu orðunum að flæða, því orðheppnara merki er ekki til. Þú lifir á hlátri, sól og sumri svo hafðu það alltaf í hádegismat. Plánetan Merkúr dansar yfir Tvíburanum og eflir það sem þú segir og það sem þú hugsar og þú verður svo snilldargóður í öllum samskiptum svo drífðu þig í að tala við þann eða þá sem geta komið þér þangað sem þú vilt - núna er tíminn. Það er í orku þinni að vera miðpunktur athyglinnar hvort sem þú vilt það eða ekki. Þú stendur alltaf upp úr hópnum því þú hefur svo mikinn karakter að bera og hefur svo skemmtilega hæfileika til að daðra og getur daðrað þig fremst í röðina, hvar svo sem sú röð er nú. Í ástinni verðurðu að hafa maka sem þú þarft að hafa fyrir því þá eru miklu meiri líkur að þú viljir halda í hann. En enginn segir þér til í ástinni og þegar þú ert á lausu áttu til að vera of hvikull og vera ástfanginn upp fyrir haus fyrir hádegi en vera svo skítsama seinnipartinn. Og í ástinni skaltu alls ekki vera ráðgjafi þess sem þú elskar heldur skaltu magna upp ástina og leyfa þeim sem þú elskar að vera nákvæmlega eins og hann vill. Ég segi það enn og aftur: þú ert sumarið. Setningin þín er: Ég fer í fríið (Þorgeir Ástvaldsson)Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira