Innlent

Ráðhúsið í regnbogalitunum í tilefni Hinsegin daga

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Áður hafa Skólavörðustígur og tröppur Menntaskólans í Reykjavík verið klædd regnboga í tilefni Hinsegin daga.
Áður hafa Skólavörðustígur og tröppur Menntaskólans í Reykjavík verið klædd regnboga í tilefni Hinsegin daga. Vísir/Ernir

Hinsegin dagar hófust í dag þegar stjórn Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, máluðu inngang Ráðhúss Reykjavíkur í litum regnbogans.

Regnbogamálun Hinsegin daga er orðinn fastur liður sem opnunaratriði hátíðarinnar. Áður hafa Skólavörðustígur og tröppur Menntaskólans í Reykjavík verið klædd regnboga í tilefni Hinsegin daga.

Hinsegin dagar eru nú haldnir í nítjánda sinn og hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári. Í ár standa Hinsegin dagar frá 8. til 13. ágúst og á dagskránni eru um 30 viðburðir af ýmsum toga, þar má nefna ljósmyndasýningu, tónleika, dansleiki, dragsýningu og fleira auk fjölbreyttra fræðsluviðburða.

Hátíðin nær hápunkti sínum laugardaginn 12. ágúst með gleðigöngunni og allri þeirri dýrð sem henni fylgir. Að þessu sinni fer gleðigangan frá Hverfisgötu að Hljómskálagarðinum þar sem útihátíð ársins fer fram. Undanfarin ár hafa um 70.000-100.000 gestir tekið þátt í dagskrá Hinsegin daga í tengslum við gleðigönguna og búast skipuleggjendur við miklum mannfjölda í ár enda veðurspáin góð.

Hægt er að kynna sér dagskrá Hinsegin daga á hinsegindagar.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.