Spice selt utan fangelsisveggja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Spice er manngert kannabis og getur tekið nánast hvaða form sem er. Algengast er að það sé líkt eftir kryddi og þaðan kemur nafnið. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að fíkniefnið Spice, sem hingað til hefur nánast eingöngu verið notað af föngum, sé komið út fyrir veggi fangelsa hér á landi og sé að ná almennri útbreiðslu á íslenskum fíkniefnamarkaði. Efnið er stórhættulegt og hefur dregið fjölmarga til dauða, en í janúar síðastliðnum þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að þrír fangar á Litla-Hrauni misstu meðvitund vegna ofskömmtunar af Spice. Spice er nýjasta tískudópið á Litla-Hrauni, en hefur ekki náð miklum vinsældum utan fangelsisins. Samkvæmt eftirgrennslan Fréttablaðsins er talsvert um sölu Spice á Facebook. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, segist taka eftir söluaukningu á Spice utan fangelsanna, sem sé mikið áhyggjuefni. Blaðamannafundur. Lögregla. Birna Brjánsdóttir. Mannshvarf. GrÃmur GrÃmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuvísir/anton brink„Þetta er eitthvað sem var hægt að sjá fyrir. Fangelsin endurspegla svolítið það sem mun gerast í þjóðfélaginu, því neysla á nýjum fíkniefnum hefst oftast fyrst í fangelsum, og svo er bara tímaspursmál hvenær þau eru komin inn í samfélagið. Þetta er bara þróunin og það eru allar líkur á því að Spice verði að faraldri,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að til séu mörg hundruð tegundir af Spice. Fíkniefnið sé manngert og því ómögulegt að vita hvaða efni séu sett í það. „Þetta er mjög hættulegt efni og við hjá Afstöðu höfum miklar áhyggjur af þessu. Við erum til dæmis að sjá það í fangelsunum að það er verið að kalla til lækna og menn eru að fara í hjartastopp, og það verður mjög alvarlegt þegar þetta dóp verður að faraldri á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi hjá Afstöðu. Spice telst til löglegra efna hér á landi, en listi yfir ólögleg fíkniefni hefur ekki verið uppfærður frá 2001. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir að þar af leiðandi séu þessi fíkniefni ekki haldlögð..Hann segist vita til þess að efnið sé í dreifingu, en ekki hvort það hafi náð mikilli dreifingu. „Þessar upplýsingar byggi ég bara á því sem er að koma inn til okkar. Spice er ekki á lista yfir ólögleg fíkniefni og þar af leiðandi væri ekkert sem við gætum gert í því – það er ekkert til að leggja hald á. Það er hins vegar eitthvað sem er alveg hægt að gagnrýna, það hvað efni eru lengi að komast inn á þennan lista,“ segir Grímur. Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir að sífellt sé verið að auka eftirlit með notkun efnisins. Starfsfólk sé með meiri kunnáttu og þekkingu á meðhöndlun þess en áður. „Við þekkjum betur einkenni manna sem eru undir áhrifum og erum vakandi fyrir ákveðnum hlutum sem við erum að finna í klefunum og geta mögulega verið Spice,“ segir Halldór.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira