Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 11:49 Björt segist hafa keypt kjólinn en hann kostar vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Vísir/Eyþór Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra gerir grín að frétt Fréttablaðsins í dag um fyrirsætustörf hennar í þingsal Alþingis fyrir vinkonu sína Sólveigu Káradóttur. Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. Björt vill ekki svara spurningum fréttastofu um málið en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn, hann hafi ekki verið gjöf. Hún eigi kvittun því til sönnunar.Vísar til feðraveldisins Ráðherra tekur þó til varna á Facebook og skrifaði færslu um málið þar í morgun. Hún tengir fyrirsetuna í þingsalnum við hugmyndir um feðraveldið. „Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum. Nú ansi hrædd um að einhverjum muni líka það. Nei, við frekari umhugsun. Það gæti auðvitað endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig,“ segir Björt á Facebook og grætur úr hlátri. Þannig hljóðaði upphafleg færsla Bjartrar á Facebook sem borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, lækaði meðal annarra. Hann hefur síðan fjarlægt lækið og Björt raunar uppfært færsluna með eftirfarandi viðbót. „En vissulega skil ég að fólki þykir Alþingi vera helgur staður og vill standa vörð um virðingu þess. Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjallað, ( til dæmis á samfélagsmiðlun). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljósmynd skapi slík hughrif.“Engar reglur brotnar en óvenjulegt Björt er góð vinkona Sólveigu Káradóttur sem starfar sem listrænn stjórnandi hjá breska fyrirtækinu Galvan, þar sem kjóllinn er hannaður. Björt klæddi sig í kjólinn og var mynduð í þingsalnum. Hún útskýrði í viðtali við Fréttablaðið í gær að ljósmyndarinn hefði staðið fyrir utan þingsalinn, eins og reglur kvæðu á um. Því væru engar reglur brotnar. Björt vildi ekki ræða nánar um málið við blaðamann Fréttablaðsins í gær og sömuleiðis ekki við blaðamann Vísis í morgun. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, segir reglur Alþingis ekki hafa verið brotnar en að málið sé óvenjulegt. „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi í Fréttablaðinu í dag. Helgi er reyndar sá eini sem hefur tjáð sig um málið við fjölmiðla þegar þessi frétt er skrifuð. Má velta fyrir sér hvort skrif Bjartrar um feðraveldið tengist svörum Helga. Hún vildi þó ekki svara þeirri spurningu í samtali við fréttastofu.Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/StefánBjórkvöld Pírata auglýst í þingsal? Meðal þeirra sem gagnrýna Björt fyrir framtak sitt er Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í þræði á Pírataspjallinu. „Er ekki eitthvað bjórkvöld ungra Pírata sem við getum auglýst með myndatöku í þingsalnum? Fyrst þetta er allt í einu ekki bannð. Ég mátti ekki stíga fæti inn í þingsal þegar ég var í myndatöku fyrir viðtal en núna er þetta bara orðið eitthvað módel runway fyrir auglýsingastofu.“Kjóllinn kostar á þriðja hundrað þúsund krónur og vakti athygli þegar Björt klæddist honum í brúðkaupi fyrr í sumar. Björt vill ekki tjá sig um málið við blaðamann en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn. Hún eigi kvittun fyrir þeim kaupum. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem var gestur í fyrrnefndu brúðkaupi ásamt Björt í sumar, tekur til varna fyrir ráðherra á Facebook. „Það gustar af Björt Ólafsdóttir (þf) og hún virðist strjúka ýmsum öfugt. Það bendir til þess að töluvert sé varið í hana sem stjórnmálamann. Og hún þarf að fá að læra inn á ný hlutverk einsog allir aðrir. Ekki nenni ég að horfa aftur og aftur upp á að þróttmikið hæfileikafólk sé sett á skotskífuna.“ Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra gerir grín að frétt Fréttablaðsins í dag um fyrirsætustörf hennar í þingsal Alþingis fyrir vinkonu sína Sólveigu Káradóttur. Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. Björt vill ekki svara spurningum fréttastofu um málið en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn, hann hafi ekki verið gjöf. Hún eigi kvittun því til sönnunar.Vísar til feðraveldisins Ráðherra tekur þó til varna á Facebook og skrifaði færslu um málið þar í morgun. Hún tengir fyrirsetuna í þingsalnum við hugmyndir um feðraveldið. „Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum. Nú ansi hrædd um að einhverjum muni líka það. Nei, við frekari umhugsun. Það gæti auðvitað endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig,“ segir Björt á Facebook og grætur úr hlátri. Þannig hljóðaði upphafleg færsla Bjartrar á Facebook sem borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, lækaði meðal annarra. Hann hefur síðan fjarlægt lækið og Björt raunar uppfært færsluna með eftirfarandi viðbót. „En vissulega skil ég að fólki þykir Alþingi vera helgur staður og vill standa vörð um virðingu þess. Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjallað, ( til dæmis á samfélagsmiðlun). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljósmynd skapi slík hughrif.“Engar reglur brotnar en óvenjulegt Björt er góð vinkona Sólveigu Káradóttur sem starfar sem listrænn stjórnandi hjá breska fyrirtækinu Galvan, þar sem kjóllinn er hannaður. Björt klæddi sig í kjólinn og var mynduð í þingsalnum. Hún útskýrði í viðtali við Fréttablaðið í gær að ljósmyndarinn hefði staðið fyrir utan þingsalinn, eins og reglur kvæðu á um. Því væru engar reglur brotnar. Björt vildi ekki ræða nánar um málið við blaðamann Fréttablaðsins í gær og sömuleiðis ekki við blaðamann Vísis í morgun. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, segir reglur Alþingis ekki hafa verið brotnar en að málið sé óvenjulegt. „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi í Fréttablaðinu í dag. Helgi er reyndar sá eini sem hefur tjáð sig um málið við fjölmiðla þegar þessi frétt er skrifuð. Má velta fyrir sér hvort skrif Bjartrar um feðraveldið tengist svörum Helga. Hún vildi þó ekki svara þeirri spurningu í samtali við fréttastofu.Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/StefánBjórkvöld Pírata auglýst í þingsal? Meðal þeirra sem gagnrýna Björt fyrir framtak sitt er Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í þræði á Pírataspjallinu. „Er ekki eitthvað bjórkvöld ungra Pírata sem við getum auglýst með myndatöku í þingsalnum? Fyrst þetta er allt í einu ekki bannð. Ég mátti ekki stíga fæti inn í þingsal þegar ég var í myndatöku fyrir viðtal en núna er þetta bara orðið eitthvað módel runway fyrir auglýsingastofu.“Kjóllinn kostar á þriðja hundrað þúsund krónur og vakti athygli þegar Björt klæddist honum í brúðkaupi fyrr í sumar. Björt vill ekki tjá sig um málið við blaðamann en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn. Hún eigi kvittun fyrir þeim kaupum. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem var gestur í fyrrnefndu brúðkaupi ásamt Björt í sumar, tekur til varna fyrir ráðherra á Facebook. „Það gustar af Björt Ólafsdóttir (þf) og hún virðist strjúka ýmsum öfugt. Það bendir til þess að töluvert sé varið í hana sem stjórnmálamann. Og hún þarf að fá að læra inn á ný hlutverk einsog allir aðrir. Ekki nenni ég að horfa aftur og aftur upp á að þróttmikið hæfileikafólk sé sett á skotskífuna.“
Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00