Allra besta sumarvinnan Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. júlí 2017 10:00 Leikararnir ásamt leikstjóranum, f.v Jón Bjarni Emilsson, George Ari Devos, Tómas Nói og Erlen Isabella Einarsdóttir. Á myndina vantar einn leikarann, Kristínu Önnu. Þetta var allrabesta sumarvinnan,“ segir Tómas Nói Emilsson, ungur og upprennandi kvikmyndargerðarmaður en hann leikstýrði og tók upp sína fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. „Þau hjá Emmessís sáu viðtal við mig í Fréttablaðinu í vor, höfðu samband og báðu mig um að búa til auglýsingu fyrir sig. Þau voru með grófa hugmynd um hvernig hún ætti að vera en svo átti ég að sjá um allt saman. Vinna hugmyndina betur, finna krakka til að leika, leikstýra og finna tökustað. Svo þurfti að útvega græjur og fleira,“ segir Tómas. Þetta hafi verið hörkuvinna. „Ég var mikið í útlöndum með fjölskyldunni í sumar svo ég þurfti að klára þetta verkefni allt á einni viku. Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast en þetta var erfitt – að undirbúa allt, taka upp og klippa. Dagarnir voru dálítið langir,“ segir Tómas en það fylgi kvikmyndabransanum. „Já, maður bara reddaði þessu,“ segir hann hress.„Mesti tíminn fór í undirbúning, tíu tímar á dag í nokkra daga. Aðaltökudagurinn var líka tíu tímar, átta tímar fóru í tökurnar sjálfar og tveir tímar í að gera tilbúið og ganga svo frá. Ég talaði við nokkra krakka sem ég þekki og vissi að finnst gaman að leika. Þau höfðu leikið áður en ekki gert neitt kvikmyndatengt. Meðalaldurinn í hópnum er tólf og hálft ár en þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvikmyndatökuteymi. Svo tók við klippivinna sem ég sá alveg um.“„Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Tómas Nói Emilsson en hann leikstýrði sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. mynd/VilhelmTómas Nói er ekki ókunnugur handtökunum á setti en hann sigraði á stuttmyndahátíðinni í Bíói Paradís með stuttmynd sína Stökkið fyrir tveimur árum og hefur sjálfur leikið í auglýsingu og í tónlistarmyndbandi. Hann segir þetta þó fyrsta stóra verkefnið en vonandi upphafið að því sem koma skal. Hver var helsta áskorunin í verkefninu? „Erfiðast var sennilega að finna tökustað. Ístrukkurinn átti að keyra um svo við þurftum stóran gólfflöt og mikið pláss. Það þýddi ekkert að vera í lítilli íbúð og ég eyddi mörgum klukkutímum í að finna nógu stórt pláss,“ segir Tómas. „Þetta er það langstærsta sem ég hef gert og það skemmtilegasta. Ég lærði helling á þessu og ég vona að fleiri verkefni fylgi í kjölfarið; tónlistarmyndbönd eða fleiri auglýsingar. Ég er búinn að smala saman nokkrum strákum í teymi og einn er mjög góður klippari. Ég er meira að segja kominn með smá fyrirtæki í kringum þetta, Stúdíó Blönduhlíð og er að setja Facebooksíðu í gang,“ segir Tómas Nói.Hér með fréttinni má sjá auglýsinguna og einnig myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur. Krakkar Tengdar fréttir Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þetta var allrabesta sumarvinnan,“ segir Tómas Nói Emilsson, ungur og upprennandi kvikmyndargerðarmaður en hann leikstýrði og tók upp sína fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. „Þau hjá Emmessís sáu viðtal við mig í Fréttablaðinu í vor, höfðu samband og báðu mig um að búa til auglýsingu fyrir sig. Þau voru með grófa hugmynd um hvernig hún ætti að vera en svo átti ég að sjá um allt saman. Vinna hugmyndina betur, finna krakka til að leika, leikstýra og finna tökustað. Svo þurfti að útvega græjur og fleira,“ segir Tómas. Þetta hafi verið hörkuvinna. „Ég var mikið í útlöndum með fjölskyldunni í sumar svo ég þurfti að klára þetta verkefni allt á einni viku. Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast en þetta var erfitt – að undirbúa allt, taka upp og klippa. Dagarnir voru dálítið langir,“ segir Tómas en það fylgi kvikmyndabransanum. „Já, maður bara reddaði þessu,“ segir hann hress.„Mesti tíminn fór í undirbúning, tíu tímar á dag í nokkra daga. Aðaltökudagurinn var líka tíu tímar, átta tímar fóru í tökurnar sjálfar og tveir tímar í að gera tilbúið og ganga svo frá. Ég talaði við nokkra krakka sem ég þekki og vissi að finnst gaman að leika. Þau höfðu leikið áður en ekki gert neitt kvikmyndatengt. Meðalaldurinn í hópnum er tólf og hálft ár en þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvikmyndatökuteymi. Svo tók við klippivinna sem ég sá alveg um.“„Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Tómas Nói Emilsson en hann leikstýrði sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. mynd/VilhelmTómas Nói er ekki ókunnugur handtökunum á setti en hann sigraði á stuttmyndahátíðinni í Bíói Paradís með stuttmynd sína Stökkið fyrir tveimur árum og hefur sjálfur leikið í auglýsingu og í tónlistarmyndbandi. Hann segir þetta þó fyrsta stóra verkefnið en vonandi upphafið að því sem koma skal. Hver var helsta áskorunin í verkefninu? „Erfiðast var sennilega að finna tökustað. Ístrukkurinn átti að keyra um svo við þurftum stóran gólfflöt og mikið pláss. Það þýddi ekkert að vera í lítilli íbúð og ég eyddi mörgum klukkutímum í að finna nógu stórt pláss,“ segir Tómas. „Þetta er það langstærsta sem ég hef gert og það skemmtilegasta. Ég lærði helling á þessu og ég vona að fleiri verkefni fylgi í kjölfarið; tónlistarmyndbönd eða fleiri auglýsingar. Ég er búinn að smala saman nokkrum strákum í teymi og einn er mjög góður klippari. Ég er meira að segja kominn með smá fyrirtæki í kringum þetta, Stúdíó Blönduhlíð og er að setja Facebooksíðu í gang,“ segir Tómas Nói.Hér með fréttinni má sjá auglýsinguna og einnig myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur.
Krakkar Tengdar fréttir Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Spennandi tökur bókaðar í sumar Tómas Nói Emilsson 14 ára er löngu búinn að ákveða framtíðarstarfið og lék í bresku tónlistarmyndbandi til að kynnast kvikmyndaheiminum. 3. júní 2017 10:00