Innlent

Akstur undir áhrifum án ökuréttinda og ótryggðir bílar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Umferðar- og fíkniefnabrot voru áberandi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu seinnipart gærdags og í nótt.
Umferðar- og fíkniefnabrot voru áberandi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu seinnipart gærdags og í nótt. Vísir/Eyþór
Umferðar- og fíkniefnabrot voru áberandi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu seinnipart gærdags og í nótt.

Klukkan 17 í gær hafði lögregla afskipti af ökumanni í austurhluta borgarinnar. Maðurinn var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Þá var hann einnig ekki með gild ökuréttindi og var bíllinn á röngum skráningarnúmerum. Maðurinn var laus úr haldi lögreglu að lokinni skýrslutöku.

Þá var ökumaður stöðvaður um kvöldmatarleytið í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig með fíkniefni í fórum sínum og var bíllinn ótryggður. Hann var laus eftir skýrslu- og sýnatöku.

Stuttu síðar voru höfð afskipti af tveimur mönnum í bifreið. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni. Mennirnir voru lausir að skýrslutöku lokinni.

Um miðnætti var maður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru ökuréttindi hans ekki í gildi. Maðurinn laus eftir sýnatöku.

Rétt fyrir klukkan 18 í gær var ökumaður stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus eftir sýnatöku.

Skömmu síðar var annar ökumaður án réttinda í efri byggðum. Bifreiðin ótryggð og því voru skráningarnúmer fjarlægð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×