Sturla Atlas og Major Lazer í eina sæng Guðný Hrönn skrifar 1. júlí 2017 11:00 Sturla Atlas gefur bráðum út nýtt lag sem er samið af Major Lazer í verkefni sem heitir Tuborg Beat. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira