Hættir að elda ofan í bankamenn og tekur við stól Torfa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júlí 2017 14:00 Ég lærði fyrst hárskerann og byrjaði að hitta Torfa þegar ég var fjórtán ára gamall. Mætti á stofuna hjá honum á Laugavegi.“ Vísir Ingvi Már Guðmundsson skiptir heldur betur um umhverfi við næstu mánaðarmót þegar hann lætur af störfum sem matreiðslumaður hjá Arion Banka eftir fimmtán ár í starfi og fer í fullt starf sem hárskeri á Hárhorninu á Hlemmi. Þar tekur hann við stól Torfa Geirmundssonar, en Torfi lést í vor eftir skammvinn veikindi. Eiríkur Jónsson, fastakúnni hjá Torfa, greindi fyrst frá. Ingvi er þó alls ekki ókunnugur Hárhorninu. „Ég lærði fyrst hárskerann og byrjaði að hitta Torfa þegar ég var fjórtán ára gamall. Mætti á stofuna hjá honum á Laugavegi,“ segir Ingvi Már í samtali við Vísi. „Svo þegar ég ákvað að læra hárskerann þá hafði ég samband við hann og hann gat ekki tekið við mér þá, hann var ný búinn að taka tvo nema inn. Þannig að hann fór með mig á aðra stofu hjá Pétri Melsteð á Skúlagötu og sagði Pétri að hann yrði að ráða mig því hann gæti ekki tekið mig. Þannig byrjaði þetta.“Hélt sér við Ingvi vann lengi sem hárskeri en fór svo að vinna á veitingastöðum og endaði þar inni í eldhúsi. „Svo byrjaði boltinn að rúlla þannig að ég fer að fá pantanir frá Kaupþing þegar það byrjaði uppi í Ármúla. Eg fór að fá pantanir þegar það voru forföll. Fór að senda öðru hvoru mat þangað,“ segir Ingvi. Hann hélt áfram að elda ofan í starfsfólk Kaupþings og Spron, síðar KB Banka og vinnur nú sem kokkur hjá Arion. Hann hefur þó haldið sér við í hárskurðinum í gegnum árin. „Svo hefur Torfi samband við mig, þá var hann byrjaður að vinna á Útvarpi Sögu tvisvar í viku með þátt. Hann spyr mig hvort ég geti ekki leyst sig af tvisvar í viku á meðan hann er með þáttinn. Þannig að ég held mér við með því að fara tvisvar í viku og klippa nokkra hausa. Það var bara fínt, gott að komast úr einu umhverfi í annað og slaka aðeins á.“Torfi átti þetta inni hjá mér Torfi lést aðfaranótt 13. maí síðastliðinn, 67 ára að aldri og tók dóttir hans, Lilja Torfadóttir við rekstri Hárhornsins. „Hún hefur samband við mig og spyr hvort ég sé til í að sprengja allt og hætta og fara að gera eitthvað annað. Mér fannst Torfi eiga það inni hjá mér, hann var búinn að vera reynast mér vel frá 14 ára aldri,“ segir Ingvi. „Mér leist vel á hvað var í boði og ákvað að, áður en ég yrði fimmtugur og alltof hræddur til að skipta um umhverfi, að slá til og hætta hjá Arion.“ Ingvi sagði upp störfum hjá bankanum í maí síðastliðnum og er nú að klára uppsagnarfrest. Huggun harmi gegn „Ég hoppa inn í stofuna á hverjum degi. Hef verið að fara þangað á daginn um leið og ég losna,“ segir hann. „Ég er að vinna uppsagnarfrest og svo er ég með stól hjá Lilju. Hún á stofuna og rekur hana. Þetta leit vel út, mér leið vel með þetta. Hann Torfi var geysilega góður maður og mér fannst þetta vera rétt framhald fyrst mér bauðst þetta.“ Hann segist vona að vera kunnuglegs andlits á Hárhorninu verði fastakúnnum ákveðin huggun, að þurfa ekki að skipta um bæði stofu og rakara. „Ég vona að þetta verði smá huggun harmi gegn.“ Tengdar fréttir Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01 Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00 Torfi Geirmundsson er látinn Torfi Geirmundsson rakari er látinn, 66 ára að aldri. 14. maí 2017 22:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Ingvi Már Guðmundsson skiptir heldur betur um umhverfi við næstu mánaðarmót þegar hann lætur af störfum sem matreiðslumaður hjá Arion Banka eftir fimmtán ár í starfi og fer í fullt starf sem hárskeri á Hárhorninu á Hlemmi. Þar tekur hann við stól Torfa Geirmundssonar, en Torfi lést í vor eftir skammvinn veikindi. Eiríkur Jónsson, fastakúnni hjá Torfa, greindi fyrst frá. Ingvi er þó alls ekki ókunnugur Hárhorninu. „Ég lærði fyrst hárskerann og byrjaði að hitta Torfa þegar ég var fjórtán ára gamall. Mætti á stofuna hjá honum á Laugavegi,“ segir Ingvi Már í samtali við Vísi. „Svo þegar ég ákvað að læra hárskerann þá hafði ég samband við hann og hann gat ekki tekið við mér þá, hann var ný búinn að taka tvo nema inn. Þannig að hann fór með mig á aðra stofu hjá Pétri Melsteð á Skúlagötu og sagði Pétri að hann yrði að ráða mig því hann gæti ekki tekið mig. Þannig byrjaði þetta.“Hélt sér við Ingvi vann lengi sem hárskeri en fór svo að vinna á veitingastöðum og endaði þar inni í eldhúsi. „Svo byrjaði boltinn að rúlla þannig að ég fer að fá pantanir frá Kaupþing þegar það byrjaði uppi í Ármúla. Eg fór að fá pantanir þegar það voru forföll. Fór að senda öðru hvoru mat þangað,“ segir Ingvi. Hann hélt áfram að elda ofan í starfsfólk Kaupþings og Spron, síðar KB Banka og vinnur nú sem kokkur hjá Arion. Hann hefur þó haldið sér við í hárskurðinum í gegnum árin. „Svo hefur Torfi samband við mig, þá var hann byrjaður að vinna á Útvarpi Sögu tvisvar í viku með þátt. Hann spyr mig hvort ég geti ekki leyst sig af tvisvar í viku á meðan hann er með þáttinn. Þannig að ég held mér við með því að fara tvisvar í viku og klippa nokkra hausa. Það var bara fínt, gott að komast úr einu umhverfi í annað og slaka aðeins á.“Torfi átti þetta inni hjá mér Torfi lést aðfaranótt 13. maí síðastliðinn, 67 ára að aldri og tók dóttir hans, Lilja Torfadóttir við rekstri Hárhornsins. „Hún hefur samband við mig og spyr hvort ég sé til í að sprengja allt og hætta og fara að gera eitthvað annað. Mér fannst Torfi eiga það inni hjá mér, hann var búinn að vera reynast mér vel frá 14 ára aldri,“ segir Ingvi. „Mér leist vel á hvað var í boði og ákvað að, áður en ég yrði fimmtugur og alltof hræddur til að skipta um umhverfi, að slá til og hætta hjá Arion.“ Ingvi sagði upp störfum hjá bankanum í maí síðastliðnum og er nú að klára uppsagnarfrest. Huggun harmi gegn „Ég hoppa inn í stofuna á hverjum degi. Hef verið að fara þangað á daginn um leið og ég losna,“ segir hann. „Ég er að vinna uppsagnarfrest og svo er ég með stól hjá Lilju. Hún á stofuna og rekur hana. Þetta leit vel út, mér leið vel með þetta. Hann Torfi var geysilega góður maður og mér fannst þetta vera rétt framhald fyrst mér bauðst þetta.“ Hann segist vona að vera kunnuglegs andlits á Hárhorninu verði fastakúnnum ákveðin huggun, að þurfa ekki að skipta um bæði stofu og rakara. „Ég vona að þetta verði smá huggun harmi gegn.“
Tengdar fréttir Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01 Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00 Torfi Geirmundsson er látinn Torfi Geirmundsson rakari er látinn, 66 ára að aldri. 14. maí 2017 22:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf „Þetta er bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. 26. júní 2008 00:01
Góðærisbragur á jólaklippingum „Það er mun meira að gera í ár heldur en í fyrra,“ segir Torfi Geirmundsson rakari um jólaverktíðina þetta árið. 24. desember 2015 07:00
Torfi Geirmundsson er látinn Torfi Geirmundsson rakari er látinn, 66 ára að aldri. 14. maí 2017 22:45