„Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 14:24 Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna „Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira