„Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 14:24 Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna „Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“ Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
„Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira