Þrjár vikur síðan heyrðist í Rimantas Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. júní 2017 18:45 Ekkert hefur spurst til manns á fertugsaldri sem hefur verið saknað í um þrjár vikur. Tilkynnt var um hvarf mannsins í gær og hófu lögregla og björgunarsveitir þegar leit. Maðurinn sem saknað er heitir Rimantas Rimkus og er 38 ára gamall. Hann er 187 sentimetrar á hæð, 74 kíló með dökkt stutt hár. Ekki er vita hvernig hann var klæddur. Rimantas hefur haldið til í bíl sínum að undanförnu en bíllinn fannst yfirgefinn við Elliðaárdal. Málið var tilkynnt til lögreglu í gær en þá hafði ekkert spurst til Rimantas í um þrjár vikur. „Það voru vinir hans sem komu hingað á lögreglustöðina rétt rúmleg fjögur í gær og lýstu yfir áhyggjum sínum um að þeir höfðu ekki heyrt í honum síðan um mánaðamót. Í kjölfarið er farið af stað með að hefja leit,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og hófu á annað hundrað manns leit í Elliðaárdal um kvöldmatarleitið í gær en göngu- og hjólahópar fóru um svæðið og notast var meðal annars við leitarhunda og dróna við leitina. Þá var einnig leitað í árfarveginum í dalnum. Annar bíll sem maðurinn hafði til umráða fannst svo í Hátúni í gærkvöldi og var einnig leitað á því svæði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að gagnaöflun í málinu en óvenjulegt er að maðurinn láti ekki heyra í sér. „Ættingjar segja að það líði svona þrír dagar til vika á milli þess sem þeir heyra í honum en aldrei svona lengi,“ segir Heimir. Björgunarsveitir leituðu á svæðinu fram á nótt en án árangurs og hefur dagurinn í dag farið í að reyna rekja ferðir mannsins, meðal annars í gegnum farsímasenda. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talið að hvarfið hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Rimantas eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Engin ákvörðun um áframhaldandi leit Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort leit að Rimantas Rimkus, sem lögreglan lýsti eftir seint í gærkvöldi, verði haldið áfram. 20. júní 2017 13:42 Leitað að týndum manni í Elliðaárdal Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er í Elliðaárdalnum í kvöld vegna leitar að manni sem hefur ekki heyrst af í þrjár vikur. 19. júní 2017 21:32 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ekkert hefur spurst til manns á fertugsaldri sem hefur verið saknað í um þrjár vikur. Tilkynnt var um hvarf mannsins í gær og hófu lögregla og björgunarsveitir þegar leit. Maðurinn sem saknað er heitir Rimantas Rimkus og er 38 ára gamall. Hann er 187 sentimetrar á hæð, 74 kíló með dökkt stutt hár. Ekki er vita hvernig hann var klæddur. Rimantas hefur haldið til í bíl sínum að undanförnu en bíllinn fannst yfirgefinn við Elliðaárdal. Málið var tilkynnt til lögreglu í gær en þá hafði ekkert spurst til Rimantas í um þrjár vikur. „Það voru vinir hans sem komu hingað á lögreglustöðina rétt rúmleg fjögur í gær og lýstu yfir áhyggjum sínum um að þeir höfðu ekki heyrt í honum síðan um mánaðamót. Í kjölfarið er farið af stað með að hefja leit,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og hófu á annað hundrað manns leit í Elliðaárdal um kvöldmatarleitið í gær en göngu- og hjólahópar fóru um svæðið og notast var meðal annars við leitarhunda og dróna við leitina. Þá var einnig leitað í árfarveginum í dalnum. Annar bíll sem maðurinn hafði til umráða fannst svo í Hátúni í gærkvöldi og var einnig leitað á því svæði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að gagnaöflun í málinu en óvenjulegt er að maðurinn láti ekki heyra í sér. „Ættingjar segja að það líði svona þrír dagar til vika á milli þess sem þeir heyra í honum en aldrei svona lengi,“ segir Heimir. Björgunarsveitir leituðu á svæðinu fram á nótt en án árangurs og hefur dagurinn í dag farið í að reyna rekja ferðir mannsins, meðal annars í gegnum farsímasenda. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talið að hvarfið hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Rimantas eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Engin ákvörðun um áframhaldandi leit Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort leit að Rimantas Rimkus, sem lögreglan lýsti eftir seint í gærkvöldi, verði haldið áfram. 20. júní 2017 13:42 Leitað að týndum manni í Elliðaárdal Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er í Elliðaárdalnum í kvöld vegna leitar að manni sem hefur ekki heyrst af í þrjár vikur. 19. júní 2017 21:32 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Engin ákvörðun um áframhaldandi leit Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort leit að Rimantas Rimkus, sem lögreglan lýsti eftir seint í gærkvöldi, verði haldið áfram. 20. júní 2017 13:42
Leitað að týndum manni í Elliðaárdal Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er í Elliðaárdalnum í kvöld vegna leitar að manni sem hefur ekki heyrst af í þrjár vikur. 19. júní 2017 21:32