Innlent

Engin ákvörðun um áframhaldandi leit

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan lýsti eftir Rimantas Rimkus rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Lögreglan lýsti eftir Rimantas Rimkus rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vísir
Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort leit að Rimantas Rimkus, sem lögreglan lýsti eftir seint í gærkvöldi, verði haldið áfram. Samkvæmt Heimi Ríkharðssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, verður ákvörðun um áframhaldandi leit tekin seinna í dag.

Björgunarsveitir voru við leit að Rimantas til klukkan eitt í nótt en ekki er talið að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan vinnur nú að því að afla frekari gagna.

Lögreglan lýsti eftir Rimantas rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Hann er 38 ára, 187 sentímetrar á hæð, 74 kíló og með dökkt, stutt hár. Ekkert hefur spurst til hans frá því um síðustu mánaðamót. Málið var tilkynnt til lögreglu síðdegis í gær.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Rimantas eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×