Úrskurðarnefnd ógildir starfsleyfi til fiskeldis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. júní 2017 05:00 Stofnunin sé farin langt út fyrir sitt starfsvið með þessari ótrúlegu túlkun að fiskar sem séu veiddir og sleppt, teljist nú ekki veiddir lengur. Vísir/Pjetur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Lögmaður kærenda telur að niðurstaðan komi til með að hafa áhrif á fleiri starfsleyfi. Í október í fyrra veitti Umhverfisstofnun (UST) Háafelli starfsleyfi til ársframleiðslu á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi. Hópur aðila, þar á meðal Náttúruverndarsamtök Íslands, Landssamband veiðifélaga og landeigandi í nágrenninu, kærði leyfisveitinguna. Kærendur töldu meðal annars að UST hefði ekki uppfyllt málsmeðferðarákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Einnig töldu þeir að rökstuðningi og rannsókn UST væri ábótavant. Nefndin féllst á það og lét ekki þar við sitja heldur gerði fleiri athugasemdir við feril málsins. Sett var út á framkvæmd birtingar niðurstöðu stofnunarinnar í Stjórnartíðindum og að UST hefði ekki leitað umsagnar viðeigandi heilbrigðisnefndar við útgáfu leyfisins líkt og lög kveða á um. Þá þótti túlkun UST á því hvað teldist vera veiddur fiskur ekki samræmast lögum um lax- og silungsveiði. „Miðað við forsendur nefndarinnar er þetta tímamótaúrskurður í þessum sjókvíaeldismálum. Það eru gífurlega mörg atriði sem hún tínir til,“ segir Óttar Yngvason, einn lögmanna kærenda. Til að fyrirtæki geti rekið fiskeldi þurfa þau að fá starfsleyfi frá UST og rekstrarleyfi frá Matvælastofnun (MAST). Mikill vöxtur hefur verið í starfsgreininni að undanförnu en í fyrra var 15 þúsund tonnum af eldisfiski slátrað á Íslandi. Eldisfyrirtæki áætla að sú tala verði komin upp í 40 þúsund tonn árið 2020. Óttar segir að úrskurður nefndarinnar muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif í þessum málaflokki. Sem stendur eru rúmlega 20 þúsund tonn í starfsleyfisveitingarferli hjá UST. „Niðurstaðan tekur á þessum eldismálum hér með. Líkt og nefndin segir stendur ekki steinn yfir steini í meðferð UST, sem þó er hátíð samanborið við MAST. Vandaðir stjórnsýsluhættir tíðkast ekki hjá þessum stofnunum,“ segir Óttar. Frá Umhverfisstofnun fengust þau svör að hún þyrfti tíma til að lesa yfir úrskurðinn áður en hún myndi tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. 3. júní 2017 12:23 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Lögmaður kærenda telur að niðurstaðan komi til með að hafa áhrif á fleiri starfsleyfi. Í október í fyrra veitti Umhverfisstofnun (UST) Háafelli starfsleyfi til ársframleiðslu á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi. Hópur aðila, þar á meðal Náttúruverndarsamtök Íslands, Landssamband veiðifélaga og landeigandi í nágrenninu, kærði leyfisveitinguna. Kærendur töldu meðal annars að UST hefði ekki uppfyllt málsmeðferðarákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Einnig töldu þeir að rökstuðningi og rannsókn UST væri ábótavant. Nefndin féllst á það og lét ekki þar við sitja heldur gerði fleiri athugasemdir við feril málsins. Sett var út á framkvæmd birtingar niðurstöðu stofnunarinnar í Stjórnartíðindum og að UST hefði ekki leitað umsagnar viðeigandi heilbrigðisnefndar við útgáfu leyfisins líkt og lög kveða á um. Þá þótti túlkun UST á því hvað teldist vera veiddur fiskur ekki samræmast lögum um lax- og silungsveiði. „Miðað við forsendur nefndarinnar er þetta tímamótaúrskurður í þessum sjókvíaeldismálum. Það eru gífurlega mörg atriði sem hún tínir til,“ segir Óttar Yngvason, einn lögmanna kærenda. Til að fyrirtæki geti rekið fiskeldi þurfa þau að fá starfsleyfi frá UST og rekstrarleyfi frá Matvælastofnun (MAST). Mikill vöxtur hefur verið í starfsgreininni að undanförnu en í fyrra var 15 þúsund tonnum af eldisfiski slátrað á Íslandi. Eldisfyrirtæki áætla að sú tala verði komin upp í 40 þúsund tonn árið 2020. Óttar segir að úrskurður nefndarinnar muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif í þessum málaflokki. Sem stendur eru rúmlega 20 þúsund tonn í starfsleyfisveitingarferli hjá UST. „Niðurstaðan tekur á þessum eldismálum hér með. Líkt og nefndin segir stendur ekki steinn yfir steini í meðferð UST, sem þó er hátíð samanborið við MAST. Vandaðir stjórnsýsluhættir tíðkast ekki hjá þessum stofnunum,“ segir Óttar. Frá Umhverfisstofnun fengust þau svör að hún þyrfti tíma til að lesa yfir úrskurðinn áður en hún myndi tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30 Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. 3. júní 2017 12:23 Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Stjórnarskráin brotin við útgáfu laxeldisleyfa að mati lögmanna eigenda veiðiréttar Matvælastofnun braut íslensku stjórnarskrána þegar hún gaf út leyfi til laxeldis í sjókvíum að mati lögmanna eigenda veiðiréttinda. Nánast allt laxeldið á Íslandi er í eigu norskra eldisfyrirtækja og stjórnir veiðifélaganna við Húnaflóa segja að norsku fyrirtækin skeyti engu um mengun náttúrunnar. 6. apríl 2017 19:30
Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. 3. júní 2017 12:23
Krefjast ógildingar rekstrarleyfa laxeldisstöðva Forstjóra Matvælastofnunar finnst ekki óeðlilegt að starfsmaður stofnunarinnar hafi haft fjárhagslegan ávinning af fjölgun rekstrarleyfa 5. apríl 2017 18:45