Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn með hnífi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2017 23:15 Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. vísir/hari Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira