Innlent

Litríkir hlauparar og Coca-Cola trukkar í Color Run

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Litahlaupinu árið 2015.
Frá Litahlaupinu árið 2015. vísir/andri marínó
Litahlaupið, eða Color Run, hófst í morgun klukkan 11 þegar hlauparar voru ræstir út við Hljómskálagarðinn. Búist var við því að yfir 10 þúsund manns legðu leið sína í miðbæinn vegna hlaupsins en ljóst er að margt var um manninn á svæðinu í dag.

Lögreglan bað hlaupara og áhorfendur um að virða götulokanir og skilja bíla eftir heima í dag. Athygli vakti að á einhverjum stöðum voru stórir Coca-Cola sendiferðabílar notaðir til að loka götum fyrir litríka hlaupara.

Coca-Cola trukkur lokaði fyrir bílaumferð á Suðurgötu vegna hlaupsins.Vísir/Anton Brink
Þá var eftir því tekið meðal viðstaddra að sérsveitarmenn höfðu eftirlit með hlaupinu í miðborginni auk almennra lögregluþjóna en nánar verður fjallað um hlaupið og gæslu þess í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.

Greinilegt er að glatt var á hjalla meðal litahlaupara sem voru duglegir að setja myndir af litadýrðinni inn á samfélagsmiðla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×