Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 15:57 Ástráður segir að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira