Það eru sögur í þessum verkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:15 Ég er kominn heim í bili og kann því vel, segir Þrándur sem hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn síðustu ár. Vísir/Eyþór „Það eru sögur í þessum málverkum. Hnitmiðaðar sögur,“ segir Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður íbygginn, þar sem hann er að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar Gustukaverk sem hann opnar á morgun, föstudag, klukkan 17 í Galleríi Porti á Laugavegi 23b. „Ég er kannski svolítið að stríða, aldrei þessu vant,“ bætir hann við kankvís. „Að minnsta kosti eru þrjú verk þannig að ég er að hæðast að fyrirtækjum hér í landinu.“Þetta verk er tileinkað Arion banka.Hér á hann við Arion banka annars vegar og Gamma Capital hins vegar því verk tileinkuð þeim verða á sýningunni. Hann kveðst hafa boðið fyrirtækjunum þau til kaups, enda hafi þau verið stórtæk í kaupum á listaverkum. Reykjavíkurmyndir verða líka áberandi á sýningunni og á þeim öllum er eitthvað að gerast.Gamma Capital er innblásturinn að þessu verki.Þrándur er frá Akureyri en lærði málaralist hjá hinum norska listamanni Odd Nerdrum. „Ég var hjá Odd í þrjú til fjögur ár, þá mestmegnis í gamla Borgarbóksafninu við Þingholtsstræti og svo eitt sumar á óðali hans í Noregi, ekta sveitasetri sem hann á enn. Það er alger paradís. Ég á góðar minningar þaðan.“ Hann segir allt hafa verið morandi í málandi ungmennum hvar sem hann fór í kringum setrið. „Odd var með fullt af nemendum og þeir komu sér fyrir víða í skóginum með trönurnar,“ rifjar hann upp.Lækjartorg heitir þessi mynd Þrándar. Þar er lækurinn eins og í árdaga.Þrándur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis og Gustukaverk er níunda einkasýning hans hér á landi. En hún er önnur sýningin af tveimur sem hann er að undirbúa núna. Hin verður úti í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Nordatlantens Brygge. „Þar er gríðarstór salur sem ég fæ á Kristjánshöfn, nálægt Kristjaníu. Þemað verður því bara Kristjanía hjá mér og ég mála hana í endurreisnarstíl. Mér fannst það skapa ágætar andstæður. Í Kristjaníu er skemmtilegt mannlíf og því liggur vel við að endurreisa staðinn. En sú sýning verður ekki opnuð fyrr en í maí á næsta vori svo það er næstum ár til stefnu.“Nátthrafnar á Búllunni.Kaupmannahöfn hefur verið heimahöfn og athafnastaður Þrándar síðustu fjögur ár. „Ég elti barnsmóður mína til Köpen þegar hún komst þar inn í skóla en þegar hún lauk námi flutti ég heim með dóttur okkar,“ útskýrir hann. „Mamman flakkar milli landa en ég er kominn heim í bili og kann því vel.“ Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það eru sögur í þessum málverkum. Hnitmiðaðar sögur,“ segir Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður íbygginn, þar sem hann er að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar Gustukaverk sem hann opnar á morgun, föstudag, klukkan 17 í Galleríi Porti á Laugavegi 23b. „Ég er kannski svolítið að stríða, aldrei þessu vant,“ bætir hann við kankvís. „Að minnsta kosti eru þrjú verk þannig að ég er að hæðast að fyrirtækjum hér í landinu.“Þetta verk er tileinkað Arion banka.Hér á hann við Arion banka annars vegar og Gamma Capital hins vegar því verk tileinkuð þeim verða á sýningunni. Hann kveðst hafa boðið fyrirtækjunum þau til kaups, enda hafi þau verið stórtæk í kaupum á listaverkum. Reykjavíkurmyndir verða líka áberandi á sýningunni og á þeim öllum er eitthvað að gerast.Gamma Capital er innblásturinn að þessu verki.Þrándur er frá Akureyri en lærði málaralist hjá hinum norska listamanni Odd Nerdrum. „Ég var hjá Odd í þrjú til fjögur ár, þá mestmegnis í gamla Borgarbóksafninu við Þingholtsstræti og svo eitt sumar á óðali hans í Noregi, ekta sveitasetri sem hann á enn. Það er alger paradís. Ég á góðar minningar þaðan.“ Hann segir allt hafa verið morandi í málandi ungmennum hvar sem hann fór í kringum setrið. „Odd var með fullt af nemendum og þeir komu sér fyrir víða í skóginum með trönurnar,“ rifjar hann upp.Lækjartorg heitir þessi mynd Þrándar. Þar er lækurinn eins og í árdaga.Þrándur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis og Gustukaverk er níunda einkasýning hans hér á landi. En hún er önnur sýningin af tveimur sem hann er að undirbúa núna. Hin verður úti í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Nordatlantens Brygge. „Þar er gríðarstór salur sem ég fæ á Kristjánshöfn, nálægt Kristjaníu. Þemað verður því bara Kristjanía hjá mér og ég mála hana í endurreisnarstíl. Mér fannst það skapa ágætar andstæður. Í Kristjaníu er skemmtilegt mannlíf og því liggur vel við að endurreisa staðinn. En sú sýning verður ekki opnuð fyrr en í maí á næsta vori svo það er næstum ár til stefnu.“Nátthrafnar á Búllunni.Kaupmannahöfn hefur verið heimahöfn og athafnastaður Þrándar síðustu fjögur ár. „Ég elti barnsmóður mína til Köpen þegar hún komst þar inn í skóla en þegar hún lauk námi flutti ég heim með dóttur okkar,“ útskýrir hann. „Mamman flakkar milli landa en ég er kominn heim í bili og kann því vel.“
Menning Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning