Það eru sögur í þessum verkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:15 Ég er kominn heim í bili og kann því vel, segir Þrándur sem hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn síðustu ár. Vísir/Eyþór „Það eru sögur í þessum málverkum. Hnitmiðaðar sögur,“ segir Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður íbygginn, þar sem hann er að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar Gustukaverk sem hann opnar á morgun, föstudag, klukkan 17 í Galleríi Porti á Laugavegi 23b. „Ég er kannski svolítið að stríða, aldrei þessu vant,“ bætir hann við kankvís. „Að minnsta kosti eru þrjú verk þannig að ég er að hæðast að fyrirtækjum hér í landinu.“Þetta verk er tileinkað Arion banka.Hér á hann við Arion banka annars vegar og Gamma Capital hins vegar því verk tileinkuð þeim verða á sýningunni. Hann kveðst hafa boðið fyrirtækjunum þau til kaups, enda hafi þau verið stórtæk í kaupum á listaverkum. Reykjavíkurmyndir verða líka áberandi á sýningunni og á þeim öllum er eitthvað að gerast.Gamma Capital er innblásturinn að þessu verki.Þrándur er frá Akureyri en lærði málaralist hjá hinum norska listamanni Odd Nerdrum. „Ég var hjá Odd í þrjú til fjögur ár, þá mestmegnis í gamla Borgarbóksafninu við Þingholtsstræti og svo eitt sumar á óðali hans í Noregi, ekta sveitasetri sem hann á enn. Það er alger paradís. Ég á góðar minningar þaðan.“ Hann segir allt hafa verið morandi í málandi ungmennum hvar sem hann fór í kringum setrið. „Odd var með fullt af nemendum og þeir komu sér fyrir víða í skóginum með trönurnar,“ rifjar hann upp.Lækjartorg heitir þessi mynd Þrándar. Þar er lækurinn eins og í árdaga.Þrándur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis og Gustukaverk er níunda einkasýning hans hér á landi. En hún er önnur sýningin af tveimur sem hann er að undirbúa núna. Hin verður úti í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Nordatlantens Brygge. „Þar er gríðarstór salur sem ég fæ á Kristjánshöfn, nálægt Kristjaníu. Þemað verður því bara Kristjanía hjá mér og ég mála hana í endurreisnarstíl. Mér fannst það skapa ágætar andstæður. Í Kristjaníu er skemmtilegt mannlíf og því liggur vel við að endurreisa staðinn. En sú sýning verður ekki opnuð fyrr en í maí á næsta vori svo það er næstum ár til stefnu.“Nátthrafnar á Búllunni.Kaupmannahöfn hefur verið heimahöfn og athafnastaður Þrándar síðustu fjögur ár. „Ég elti barnsmóður mína til Köpen þegar hún komst þar inn í skóla en þegar hún lauk námi flutti ég heim með dóttur okkar,“ útskýrir hann. „Mamman flakkar milli landa en ég er kominn heim í bili og kann því vel.“ Menning Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Það eru sögur í þessum málverkum. Hnitmiðaðar sögur,“ segir Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður íbygginn, þar sem hann er að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar Gustukaverk sem hann opnar á morgun, föstudag, klukkan 17 í Galleríi Porti á Laugavegi 23b. „Ég er kannski svolítið að stríða, aldrei þessu vant,“ bætir hann við kankvís. „Að minnsta kosti eru þrjú verk þannig að ég er að hæðast að fyrirtækjum hér í landinu.“Þetta verk er tileinkað Arion banka.Hér á hann við Arion banka annars vegar og Gamma Capital hins vegar því verk tileinkuð þeim verða á sýningunni. Hann kveðst hafa boðið fyrirtækjunum þau til kaups, enda hafi þau verið stórtæk í kaupum á listaverkum. Reykjavíkurmyndir verða líka áberandi á sýningunni og á þeim öllum er eitthvað að gerast.Gamma Capital er innblásturinn að þessu verki.Þrándur er frá Akureyri en lærði málaralist hjá hinum norska listamanni Odd Nerdrum. „Ég var hjá Odd í þrjú til fjögur ár, þá mestmegnis í gamla Borgarbóksafninu við Þingholtsstræti og svo eitt sumar á óðali hans í Noregi, ekta sveitasetri sem hann á enn. Það er alger paradís. Ég á góðar minningar þaðan.“ Hann segir allt hafa verið morandi í málandi ungmennum hvar sem hann fór í kringum setrið. „Odd var með fullt af nemendum og þeir komu sér fyrir víða í skóginum með trönurnar,“ rifjar hann upp.Lækjartorg heitir þessi mynd Þrándar. Þar er lækurinn eins og í árdaga.Þrándur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hér á landi og erlendis og Gustukaverk er níunda einkasýning hans hér á landi. En hún er önnur sýningin af tveimur sem hann er að undirbúa núna. Hin verður úti í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Nordatlantens Brygge. „Þar er gríðarstór salur sem ég fæ á Kristjánshöfn, nálægt Kristjaníu. Þemað verður því bara Kristjanía hjá mér og ég mála hana í endurreisnarstíl. Mér fannst það skapa ágætar andstæður. Í Kristjaníu er skemmtilegt mannlíf og því liggur vel við að endurreisa staðinn. En sú sýning verður ekki opnuð fyrr en í maí á næsta vori svo það er næstum ár til stefnu.“Nátthrafnar á Búllunni.Kaupmannahöfn hefur verið heimahöfn og athafnastaður Þrándar síðustu fjögur ár. „Ég elti barnsmóður mína til Köpen þegar hún komst þar inn í skóla en þegar hún lauk námi flutti ég heim með dóttur okkar,“ útskýrir hann. „Mamman flakkar milli landa en ég er kominn heim í bili og kann því vel.“
Menning Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira