Sumarspá Siggu Kling - Krabbinn: Ert svo hvetjandi og mikill kennari 2. júní 2017 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú ert það merki sem hefur mest áhrif á fólk í kringum þig – þú ert „the Bold and the Beautiful“. Innra með þér býr líka mikil „business“-týpa, þú kemur þér á óvart frá ári til árs. Að sjálfsögðu hefur þú átt þín erfiðu tímabil eins og allir, en það er í eðli þínu að þó þú fallir kröftuglega á rassinn þá stendur þú upp aftur eins og búmerang. Þetta er besti kraftur sem er nokkurn tímann hægt að hafa svo þú skalt faðma erfiðleikana, það eru þeir sem komu þér þangað sem þú ert! Þú hefur svo litríka framkomu og annað hvort elskar fólk þig (algjörlega meirihlutinn!) eða reynir að níða af þér skóinn eða eyðileggja fyrir þér, það skaltu bara nota sem eldsneyti. Þú getur verið svo skemmtilega málglaður og fyndinn, að þótt að fólk skilji ekki íslensku hefði það áhuga öllu sem þú hefur að segja! Ef þú finnur þessa merkilegu tilfinningu í þér: að vilja verða ástfanginn, þá verður þú mjög heppinn. Og þegar ástamálin eru fullkomnuð mun ekkert stoppa þig í að gera það sem þú óskar þér í lífinu. Þú ert svo hvetjandi og mikill kennari, þannig skapar þú þér mjög gott Karma. Þannig að ef þú heldur að allt sé að fara til fjandans mun lífið redda því af því að þú átt það inni. Þetta sumar verður sumar þar sem þú tengir vinnu og ferðalög saman, þú verður á fljúgandi fartinni hvað svo sem þú ert að gera. Þú getur horft á þig í speglinum og hugsað: „ég er nú bara helvíti góður Krabbi,“ en notað samt kímnigáfuna til að breiða yfir tilfinningar þínar. Húmor er samt besti kosturinn ef þú ætlar að eiga skemmtilega ævi. Og þó þú hugsanlega tapir einhverju í sumar eða hlutirnir gangi ekki alveg upp eins upp og þú vildir verða sigrarnir þúsundfalt skemmtilegri þegar upp er staðið. Þó þú finnir fyrir kvíða og áhyggjum af þínum nánustu er það bara eðlilegt. Allt fer á besta veg og mun fyrr enn þú hafði hugsað þér, þú þarft bara að steinhætta að halda að þú þurfir eða getir breytt og stýrt fólkinu í kringum þig. Þó þú gerir það af góðmennsku að reyna að redda og „bjarga“ öllum í kringum þig, er oft betra að leyfa fólki bara að bjarga sér sjálft. En þú vil bara það besta fyrir alla og þar af leiðandi munt þú uppskera það sjálfurMottó: Gott karma er gulli betra.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú ert það merki sem hefur mest áhrif á fólk í kringum þig – þú ert „the Bold and the Beautiful“. Innra með þér býr líka mikil „business“-týpa, þú kemur þér á óvart frá ári til árs. Að sjálfsögðu hefur þú átt þín erfiðu tímabil eins og allir, en það er í eðli þínu að þó þú fallir kröftuglega á rassinn þá stendur þú upp aftur eins og búmerang. Þetta er besti kraftur sem er nokkurn tímann hægt að hafa svo þú skalt faðma erfiðleikana, það eru þeir sem komu þér þangað sem þú ert! Þú hefur svo litríka framkomu og annað hvort elskar fólk þig (algjörlega meirihlutinn!) eða reynir að níða af þér skóinn eða eyðileggja fyrir þér, það skaltu bara nota sem eldsneyti. Þú getur verið svo skemmtilega málglaður og fyndinn, að þótt að fólk skilji ekki íslensku hefði það áhuga öllu sem þú hefur að segja! Ef þú finnur þessa merkilegu tilfinningu í þér: að vilja verða ástfanginn, þá verður þú mjög heppinn. Og þegar ástamálin eru fullkomnuð mun ekkert stoppa þig í að gera það sem þú óskar þér í lífinu. Þú ert svo hvetjandi og mikill kennari, þannig skapar þú þér mjög gott Karma. Þannig að ef þú heldur að allt sé að fara til fjandans mun lífið redda því af því að þú átt það inni. Þetta sumar verður sumar þar sem þú tengir vinnu og ferðalög saman, þú verður á fljúgandi fartinni hvað svo sem þú ert að gera. Þú getur horft á þig í speglinum og hugsað: „ég er nú bara helvíti góður Krabbi,“ en notað samt kímnigáfuna til að breiða yfir tilfinningar þínar. Húmor er samt besti kosturinn ef þú ætlar að eiga skemmtilega ævi. Og þó þú hugsanlega tapir einhverju í sumar eða hlutirnir gangi ekki alveg upp eins upp og þú vildir verða sigrarnir þúsundfalt skemmtilegri þegar upp er staðið. Þó þú finnir fyrir kvíða og áhyggjum af þínum nánustu er það bara eðlilegt. Allt fer á besta veg og mun fyrr enn þú hafði hugsað þér, þú þarft bara að steinhætta að halda að þú þurfir eða getir breytt og stýrt fólkinu í kringum þig. Þó þú gerir það af góðmennsku að reyna að redda og „bjarga“ öllum í kringum þig, er oft betra að leyfa fólki bara að bjarga sér sjálft. En þú vil bara það besta fyrir alla og þar af leiðandi munt þú uppskera það sjálfurMottó: Gott karma er gulli betra.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira