Lífið

Kjóstu fal­­legasta ís­­lenska heimilið: Spá­­konu­húsið, Skari Skrípó og drauma barna­her­bergið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í öðrum riðli eru níu gullfalleg heimili. Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.
Í öðrum riðli eru níu gullfalleg heimili. Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.

Undanfarnar vikur hafa þættirnir Falleg íslensk heimili slegið í gegn á Stöð 2 og Vísi. Alls hafa áhorfendur farið í heimsókn inn á 27 heimili.

Í þáttunum voru ávallt þrír sérfræðingar og þau voru; Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir.

Þrjú heimili voru heimsótt í hverjum þætti og fengu sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.

Nú er komið að því að kjósa um fallegasta íslenska heimili landsins. Kosningin fer fram á Vísi og verður fyrirkomulagið eftirfarandi: Heimilunum verður skipt í þrjá níu húsa riðla. Efstu húsin úr hverjum riðli komast í úrslit og að lokum stendur eftir fallegast íslenska heimilið.

Hér að neðan má sjá þau níu heimili sem mynda annan riðil af þremur og neðst í fréttinni er hægt að kjósa.

Fyrsti riðill fór í loftið í gær og eru þúsundir lesenda nú þegar búnir að taka þátt.

1. Spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ

2. Blanda saman nýju og gömlu í Fossvoginum

3. Falleg íbúð á Seltjarnarnesi

4. Innisundlaug og einstök hönnun í Brekkugerði

5. Yndisleg íbúð á Norðurstíg

6. Drauma barnaherbergið í Reykjanesbæ

7. Hið sveigða form fær að njóta sín í húsi Manfreðs

8. Skari skrípó býr í töfrandi einbýli í miðbænum

9. Fallegt einbýlishús á Akureyri

Þessi níu heimili eru í annarri lesendakönnuninni. Hvaða heimili ber af? Taktu þátt í könnuninni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.