Fuglarnir, fjörðurinn og landið og Hugsað heim í Þjóðminjasafninu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 10:15 Inga Lísa og Kristín Halla við vegginn með myndum þeirrar fyrrnefndu. Vísir/Anton Brink Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í dag, 3. júní í Þjóðminjasafninu. Sýningin Fuglarnir, fjörðurinn og landið – Ljósmyndir Björns Björnssonar er í stóra salnum og sýningin Hugsað heim með þrykktum eftir Ingu Lísu Middleton er á veggnum fyrir framan. Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands er höfundur sýningar Björns. En hver var hann? „Björn Björnsson sem fæddist 1885 og lést 1977 var mestalla ævi kaupmaður á Neskaupstað. Hann var sá fyrsti hér á landi sem lagði sig eftir fuglaljósmyndun og náði, held ég, að mynda alla varpfugla Íslands. Örninn var hans fugl því Björn lá úti til að ná myndum af honum og var harður talsmaður þess að örninn yrði friðaður, meðan ýmsir bændur vildu hann feigan því hann lagðist á búfé.“ Myndir Björns eru margar sögulegar og þar eiga fuglarnir líka sinn sess.Björn var hálfgerður bæjarljósmyndari á Neskaupstað, að sögn Kristínar, myndaði viðburði, fólk, hús og staði. „Við erum með dálítið af myndum sem hann framkallaði og fjölfaldaði og seldi í búðinni sinni. Margir fengu slíkar myndir í gjafir.“ Á sýningunni í salnum eru sýndar gamlar prentanir frá Birni, sumar handlitaðar og svo nýjar stækkanir eftir filmum hans sem ljósmyndari safnsins hefur framkallað. Kristín segir í raun fjögur þemu í sýningunni, ferðalangurinn og náttúruunnandinn Björn, fuglarnir, Norðfjörður og nágrenni hans og Reykjavíkurmyndir. Hann hafi búið í Reykjavík síðustu 30 ár ævi sinnar. Átti hann góðar myndarvélar. „Já, hann eyddi miklu í góðan vélbúnað og ferðalög, þó hann væri áhugaljósmyndari. Var kominn með bíl áður en Norðfjörður komst í vegasamband og geymdi hann á Eskifirði, fór þangað á hesti eða bát og keyrði þaðan.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í dag, 3. júní í Þjóðminjasafninu. Sýningin Fuglarnir, fjörðurinn og landið – Ljósmyndir Björns Björnssonar er í stóra salnum og sýningin Hugsað heim með þrykktum eftir Ingu Lísu Middleton er á veggnum fyrir framan. Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands er höfundur sýningar Björns. En hver var hann? „Björn Björnsson sem fæddist 1885 og lést 1977 var mestalla ævi kaupmaður á Neskaupstað. Hann var sá fyrsti hér á landi sem lagði sig eftir fuglaljósmyndun og náði, held ég, að mynda alla varpfugla Íslands. Örninn var hans fugl því Björn lá úti til að ná myndum af honum og var harður talsmaður þess að örninn yrði friðaður, meðan ýmsir bændur vildu hann feigan því hann lagðist á búfé.“ Myndir Björns eru margar sögulegar og þar eiga fuglarnir líka sinn sess.Björn var hálfgerður bæjarljósmyndari á Neskaupstað, að sögn Kristínar, myndaði viðburði, fólk, hús og staði. „Við erum með dálítið af myndum sem hann framkallaði og fjölfaldaði og seldi í búðinni sinni. Margir fengu slíkar myndir í gjafir.“ Á sýningunni í salnum eru sýndar gamlar prentanir frá Birni, sumar handlitaðar og svo nýjar stækkanir eftir filmum hans sem ljósmyndari safnsins hefur framkallað. Kristín segir í raun fjögur þemu í sýningunni, ferðalangurinn og náttúruunnandinn Björn, fuglarnir, Norðfjörður og nágrenni hans og Reykjavíkurmyndir. Hann hafi búið í Reykjavík síðustu 30 ár ævi sinnar. Átti hann góðar myndarvélar. „Já, hann eyddi miklu í góðan vélbúnað og ferðalög, þó hann væri áhugaljósmyndari. Var kominn með bíl áður en Norðfjörður komst í vegasamband og geymdi hann á Eskifirði, fór þangað á hesti eða bát og keyrði þaðan.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira