Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð í pontu. Jói K Húsfyllir er nú á stofnfundi Framfarafélags Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sem fram fer í Rúgbrauðgerðinni í Reykjavík. Að sögn fréttamanns á svæðinu má ætla að fundargestir séu á annað hundrað. Sigmundur kynnti félagið til leiks í vikunni sem hann segir að sé stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins þar sem meðal annars var ákveðið að flýta flokksþingi um hálft ár - ekki síst svo hin umdeilda forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt. Að minnsta kosti einn núverandi þingmaður Framsóknarflokksins er á staðnum, Gunnar Bragi Sveinsson og þá mátti einnig sjá fyrrverandi þingmennina Vigdísi Hauksdóttur og Þorstein Sæmundsson á fundinum.Jói KLilja Alfreðsdóttir, sem orðuð hefur verið við formennsku í Framsókn, var hins vegar ekki sjáanleg þar sem hún er nú stödd í Tbilisi í Georgíu á vorþingi NATO-þingmanna. Meðal annarra gesta eru Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Gústaf Níelsson, einn fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík og Sigurður Ragnarsson, einnig þekktur sem Siggi Stormur, sem kom að stofnun flokksins Samstöðu. Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík Síðdegis að félagið sé ekki stofnað sem stjórnmálaflokkur. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. Nánar var rætt við Sigmund Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Gunnar Bragi lét sig ekki vanta.Jói kInga Sæland var þar sömuleiðisJói KOg Vigdís Hauksdóttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Húsfyllir er nú á stofnfundi Framfarafélags Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sem fram fer í Rúgbrauðgerðinni í Reykjavík. Að sögn fréttamanns á svæðinu má ætla að fundargestir séu á annað hundrað. Sigmundur kynnti félagið til leiks í vikunni sem hann segir að sé stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins þar sem meðal annars var ákveðið að flýta flokksþingi um hálft ár - ekki síst svo hin umdeilda forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt. Að minnsta kosti einn núverandi þingmaður Framsóknarflokksins er á staðnum, Gunnar Bragi Sveinsson og þá mátti einnig sjá fyrrverandi þingmennina Vigdísi Hauksdóttur og Þorstein Sæmundsson á fundinum.Jói KLilja Alfreðsdóttir, sem orðuð hefur verið við formennsku í Framsókn, var hins vegar ekki sjáanleg þar sem hún er nú stödd í Tbilisi í Georgíu á vorþingi NATO-þingmanna. Meðal annarra gesta eru Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Gústaf Níelsson, einn fyrrverandi oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík og Sigurður Ragnarsson, einnig þekktur sem Siggi Stormur, sem kom að stofnun flokksins Samstöðu. Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík Síðdegis að félagið sé ekki stofnað sem stjórnmálaflokkur. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. Nánar var rætt við Sigmund Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Gunnar Bragi lét sig ekki vanta.Jói kInga Sæland var þar sömuleiðisJói KOg Vigdís Hauksdóttir
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir