Dansvænt popp við texta um einmanaleika Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 15:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson skipa Milkywhale. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“ Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma. Hljómsveitin Milkywhale er tiltölulega nýtt band en það varð til árið 2015. Spurð út í hvernig hljómsveitin var stofnuð segir Melkorka Sigríður að hún hafði hálfpartinn gabbað Árna Rúnar, sem margir kannst við úr hljómsveitinni FM Belfast, í hljómsveit með sér. „Við Árni kynntumst þegar við vorum að vinna saman uppi í Borgarleikhúsi að leikhúsuppfærslu. Ég vann að verkinu sem danshöfundur og hann gerði tónlistina,“ segir Melkorka sem er menntaður danshöfundur. „Ég var búin að vera aðdáandi FM Belfast í langan tíma og ég vissi að mig langaði að vinna með honum. Þannig fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti komið á samstarfi. Og ég bað hann um að gera með mér dansverk. Ég gabbaði hann sem sagt inn í hljómsveit á þeim forsendum að við værum að fara að gera dansverk. En svo þróaðist þetta út í popphljómsveit,“ segir hún og hlær. Melkorka er himinlifandi með að hafa tekist ætlunarverkið enda hefur samstarfið gengið vel og þau eru himinlifandi með fyrstu plötuna. „Já, við erum ægilega ánægð með verkefnið og bara hvort annað, maður verður glaður að finna góðan samstarfsfélaga. Og við erum ánægð með plötuna,“ segir Melkorka um fyrstu hljómplötuna sem ber heitið Milkywhale, líkt og hljómsveitin sjálf. Samstarf með mömmu„Við fengum svo textahöfund með okkur inn í verkefnið, það er höfundur sem ég held mikið upp á enda er það hún móðir mín, Auður Ava Ólafsdóttir,“ segir Melkorka. Aðspurð hvernig sé að vinna náið með mömmu sinni að listsköpun segir Melkorka: „Það er bara dásamlegt, við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hún hefur til að mynda gert þrjú leikverk fyrir svið og ég hef unnið að þeim öllum. Þetta var þannig að hún afhenti mér bunka af ljóðum sem ég fór með til Árna og við sátum yfir þeim og pældum í textunum.“ Milkywhale býr til dansvæna og hressa tónlist og Melkorku og Árna þykir gaman að koma áhorfendum á tónleikum til að dilla sér. „Það er áhugavert að sjá hvernig tónlistin getur gert hluti sem ekkert annað listform getur gert. Hún getur vakið upp einhvers konar hegðun og tilfinningar sem önnur listform gera ekki. Þú sérð t.d. ekki fólk „headbanga“ eða „crowdsurfa“ á t.d. myndlistarsýningum.“„En svo er þetta svolítið andstæðukennt hjá okkur, því tónlistin er dansvæn popptónlist en textarnir fjalla mikið um einmanaleika og um tilfinningar sem fylgja því að vilja tengjast einhverjum en geta það ekki.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segir Melkorka að útgáfa vínylplötu sé næst á dagskrá og svo tónleikar. „Við erum að fara að spila frekar mikið og planið er að hafa útgáfutónleika í júní.“
Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Sjá meira