Vegleg kveðjuhóf starfsmanna haldin á kostnað borgarbúa Snærós Sindradóttir skrifar 19. maí 2017 05:00 Í Höfða eru helstu veislur borgarinnar haldnar. vísir/heiða Kveðjuhóf sem haldið var á föstudag í Höfða í tilefni þess að Svanhildur Konráðsdóttir, fráfarandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hættir störfum og tekur við starfi forstjóra Hörpu kostaði borgina tæpar 400 þúsund krónur. Slíkt kveðjuhóf er haldið í hvert sinn sem sviðsstjóri hjá borginni lætur af störfum og var einnig haldið þegar fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, hætti í borgarstjórn. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um boðið og fékk þau svör að löng hefð væri fyrir því að kveðja sviðsstjóra Reykjavíkurborgar með þessum hætti. Reykjavíkurborg bæri allan kostnað af veislunni. „Ég held að það hafi alltaf verið haldið einhvers konar kveðjuhóf þegar æðstu embættismenn borgarinnar hætta,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Mér finnst þetta ekki vera frétt, eða þannig séð. Það hefur tíðkast í áraraðir að kveðja sviðsstjóra með þessum hætti,“ segir Bjarni. Á gestalista fyrir boðið voru aðalmenn og varamenn í menningar- og ferðamálaráði, starfsfólk menningar og ferðamálasviðs, stjórn Höfuðborgarstofu og fyrrverandi formenn ráðsins á borð við Einar Örn Benediktsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Þórólf Árnason og Óttar Proppé heilbrigðisráðherra. Þá voru á gestalista ýmsir innan sem utan borgarkerfisins sem hafa eitthvað með ferðamál og menningu að gera svo sem Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Andri Snær Magnason rithöfundur, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og margir fleiri. Alls um sjötíu manns. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, segir að sér þyki veislan dýr. „Mér finnst mjög eðlilegt að kveðja fólk og sýna því tilhlýðilega virðingu fyrir vel unnin störf en mér finnst þetta dýrt. Það kemur mér verulega á óvart hvað þetta er dýrt.“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna, segir eðlilegt að gera vel við starfsfólk og kveðja með táknrænum hætti. „Auðvitað má spyrja sig hvort það megi ekki spara þarna líka og hvort það megi ekki fækka svona veislum. Það væri væntanlega það fyrsta sem fengi að fjúka ef það harðnar í ári að verja peningum í slíkt.“ Líf bendir á að Höfði sé einnig notaður í annars konar tilgangi, svo sem til að veita verðlaun eða við opinberar heimsóknir. „Það má alltaf vanda sig og velja vel hvað er við hæfi hverju sinni. Við fáum yfirlit yfir veislur sem eru haldnar og eftir að ég varð forseti borgarstjórnar hef ég sérstaklega beðið um að fá yfirlit yfir kostnaðinn. Ég bið um rökstuðning í hvert sinn ef þær eru mjög dýrar. Við reynum að fylgjast með þessu og það hlýtur að verða að eiga sér stað einhver rýning, að þetta sé vel valið og vandað og þarna sé ekki eitthvert bruðl.“ Sundurliðaður kostnaður veislunnarSnittur og pinnamatur: 195.600 kr.Drykkjarföng: 53.168 kr.Framreiðsla: 46.040 kr.Gjöf: 10.000 kr.Blóm: 18.228 kr.Tónlist/skemmtiatriði: 70.000 kr.Samtals: 393.036 kr. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Kveðjuhóf sem haldið var á föstudag í Höfða í tilefni þess að Svanhildur Konráðsdóttir, fráfarandi sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hættir störfum og tekur við starfi forstjóra Hörpu kostaði borgina tæpar 400 þúsund krónur. Slíkt kveðjuhóf er haldið í hvert sinn sem sviðsstjóri hjá borginni lætur af störfum og var einnig haldið þegar fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, hætti í borgarstjórn. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um boðið og fékk þau svör að löng hefð væri fyrir því að kveðja sviðsstjóra Reykjavíkurborgar með þessum hætti. Reykjavíkurborg bæri allan kostnað af veislunni. „Ég held að það hafi alltaf verið haldið einhvers konar kveðjuhóf þegar æðstu embættismenn borgarinnar hætta,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Mér finnst þetta ekki vera frétt, eða þannig séð. Það hefur tíðkast í áraraðir að kveðja sviðsstjóra með þessum hætti,“ segir Bjarni. Á gestalista fyrir boðið voru aðalmenn og varamenn í menningar- og ferðamálaráði, starfsfólk menningar og ferðamálasviðs, stjórn Höfuðborgarstofu og fyrrverandi formenn ráðsins á borð við Einar Örn Benediktsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Þórólf Árnason og Óttar Proppé heilbrigðisráðherra. Þá voru á gestalista ýmsir innan sem utan borgarkerfisins sem hafa eitthvað með ferðamál og menningu að gera svo sem Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Andri Snær Magnason rithöfundur, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og margir fleiri. Alls um sjötíu manns. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, segir að sér þyki veislan dýr. „Mér finnst mjög eðlilegt að kveðja fólk og sýna því tilhlýðilega virðingu fyrir vel unnin störf en mér finnst þetta dýrt. Það kemur mér verulega á óvart hvað þetta er dýrt.“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna, segir eðlilegt að gera vel við starfsfólk og kveðja með táknrænum hætti. „Auðvitað má spyrja sig hvort það megi ekki spara þarna líka og hvort það megi ekki fækka svona veislum. Það væri væntanlega það fyrsta sem fengi að fjúka ef það harðnar í ári að verja peningum í slíkt.“ Líf bendir á að Höfði sé einnig notaður í annars konar tilgangi, svo sem til að veita verðlaun eða við opinberar heimsóknir. „Það má alltaf vanda sig og velja vel hvað er við hæfi hverju sinni. Við fáum yfirlit yfir veislur sem eru haldnar og eftir að ég varð forseti borgarstjórnar hef ég sérstaklega beðið um að fá yfirlit yfir kostnaðinn. Ég bið um rökstuðning í hvert sinn ef þær eru mjög dýrar. Við reynum að fylgjast með þessu og það hlýtur að verða að eiga sér stað einhver rýning, að þetta sé vel valið og vandað og þarna sé ekki eitthvert bruðl.“ Sundurliðaður kostnaður veislunnarSnittur og pinnamatur: 195.600 kr.Drykkjarföng: 53.168 kr.Framreiðsla: 46.040 kr.Gjöf: 10.000 kr.Blóm: 18.228 kr.Tónlist/skemmtiatriði: 70.000 kr.Samtals: 393.036 kr.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira