Áfram í haldi vegna gruns um að hafa misþyrmt barnsmóður sinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2017 09:36 Maðurinn var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun árs. vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem í janúar var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn barnsmóður sinni. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum og verður gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi hennar með því að halda henni nauðugri í íbúð hennar og beitt hana ofbeldi og hótunum. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað henni nokkrum sinnum, þvingað hana til að hafa við sig munnmök, beitt hana ofbeldi og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Jafnframt hafi hann tekið hana kverkataki og hert að, kýlt hana margsinnis í andlit, höfuð og líkama, hótað henni með því að þrýsta hnífi að hálsi hennar og hótað að stinga hana með hnífnum ef hún ekki þegði. Í dómnum segir jafnframt að hann hafi barið höfði konunnar utan í vegg í sturtu á baðherbergi og skorið langan skurð á höku hennar. Þá hafi hann reynt að svipta konuna lífi með því að taka hana hálstaki þannig að hún náði ekki andanum og missti meðvitund stutta stund. Hálstakið hafi verið það þétt að konan hafi hlotið talsverðar blæðingar undir slímhúð beggja augna og útbreidda áverka framan á hálsi og rispur til hliðanna.Mætti óboðinn með félaga sínumÍ greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald síðastliðið sumar á grundvelli almannahagsmuna kom fram að maðurinn hefði komið um nóttina óboðinn heim til hennar ásamt öðrum manni sem konan þekkti ekki. Barnsfaðirinn hefði viljað að hún svæfi hjá þeim báðum en það vildi konan ekki. Sagði hún þeim að fara sem þeir gerðu. Stuttu síðar kom barnsfaðir hennar aftur og bað um gistingu. Sagði konan að hann mætti gista á sófanum, hann fór fram en kom svo inn í svefnherbergið, réðst á konuna og nauðgaði henni. Fundu blóð í íbúðinni Þá segir jafnframt í greinargerðinni að samkvæmt skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun hafi áverkar konunnar, sem voru um allan líkama hennar, verið í samræmi við frásögn hennar af atburðum. Þá hafi lögreglan séð blóðslettur víða um íbúðina, meðal annars í forstofu, á gangi við barnaherbergi, stofu og svefnherbergi. Maðurinn neitaði sök í málinu og er lýsing hans á atburðum afar ólík lýsingum konunnar. Maðurinn var á skilorði þegar hann var handtekinn en hann hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn konunni. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem í janúar var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn barnsmóður sinni. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum og verður gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar. Manninum er gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi hennar með því að halda henni nauðugri í íbúð hennar og beitt hana ofbeldi og hótunum. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað henni nokkrum sinnum, þvingað hana til að hafa við sig munnmök, beitt hana ofbeldi og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Jafnframt hafi hann tekið hana kverkataki og hert að, kýlt hana margsinnis í andlit, höfuð og líkama, hótað henni með því að þrýsta hnífi að hálsi hennar og hótað að stinga hana með hnífnum ef hún ekki þegði. Í dómnum segir jafnframt að hann hafi barið höfði konunnar utan í vegg í sturtu á baðherbergi og skorið langan skurð á höku hennar. Þá hafi hann reynt að svipta konuna lífi með því að taka hana hálstaki þannig að hún náði ekki andanum og missti meðvitund stutta stund. Hálstakið hafi verið það þétt að konan hafi hlotið talsverðar blæðingar undir slímhúð beggja augna og útbreidda áverka framan á hálsi og rispur til hliðanna.Mætti óboðinn með félaga sínumÍ greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfunni um gæsluvarðhald síðastliðið sumar á grundvelli almannahagsmuna kom fram að maðurinn hefði komið um nóttina óboðinn heim til hennar ásamt öðrum manni sem konan þekkti ekki. Barnsfaðirinn hefði viljað að hún svæfi hjá þeim báðum en það vildi konan ekki. Sagði hún þeim að fara sem þeir gerðu. Stuttu síðar kom barnsfaðir hennar aftur og bað um gistingu. Sagði konan að hann mætti gista á sófanum, hann fór fram en kom svo inn í svefnherbergið, réðst á konuna og nauðgaði henni. Fundu blóð í íbúðinni Þá segir jafnframt í greinargerðinni að samkvæmt skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun hafi áverkar konunnar, sem voru um allan líkama hennar, verið í samræmi við frásögn hennar af atburðum. Þá hafi lögreglan séð blóðslettur víða um íbúðina, meðal annars í forstofu, á gangi við barnaherbergi, stofu og svefnherbergi. Maðurinn neitaði sök í málinu og er lýsing hans á atburðum afar ólík lýsingum konunnar. Maðurinn var á skilorði þegar hann var handtekinn en hann hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn konunni.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira