Aldrei ásakaður um að halda uppi áróðri í tímum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Svanur í hópi nemenda sem sátu síðustu kennslustund hans. Þær eru orðnar ansi margar enda kenndi Svanur í tæp 44 ár og kom að stofnun stjórnmálafræðideildarinnar. MYND/TÓMAS GUÐJÓNSSON „Það er ekki hægt að lýsa því á annan veg en að ég hafi verið hrærður,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn Svanur Kristjánsson. Síðasta kennslustund Svans var í liðinni viku en nemendur hans mættu með konfekt, blóm og bakkelsi í tilefni af tímamótunum. Ferill Svans sem kennari spannar hátt í hálfa öld. Hann nam stjórnmálafræði vestanhafs í Bandaríkjunum, í Minnesota og Illinois, en hóf að kenna samhliða doktorsnámi. Síðar kenndi hann við Háskóla Íslands í tæp 44 ár. „Það sem mér þykir vænst um, eftir allan þennan tíma, er að ég hef aldrei verið ásakaður um það á mínum ferli að vera með áróður í tímum,“ segir Svanur. „Í háskóla eru nemendur að læra fagleg vinnubrögð. Átti ég að ætlast til þess að nemendur stunduðu þau ef ég gerði það ekki sjálfur í tímum? Það að vera fyrirmynd er ekki besta leiðin til að hafa áhrif á fólk, það er eina leiðin.“ Prófessorinn segir að hann hafi í gegnum tíðina reynt að vanda sig og vera öðrum til eftirbreytni. Það hafi meðal annars skilað sér í því að þegar gamlir nemendur hitta hann á förnum vegi sýni þeir honum þakklæti og þylji jafnvel línur úr kennslustundum. Upphaflega ætlaði Svanur að nema lögfræði og einhvern tímann hafði hann hug á að fara í stjórnmál sjálfur. Hins vegar endaði hann á því að starfa bak við tjöldin. Meðal annars tók hann þátt í stofnun R-listans sem kom Sjálfstæðisflokknum úr meirihluta í borginni árið 1994 þar sem hann hafði setið nær óslitið frá 1932. „Við töluðum um það 1986 að sameina alla flokka, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum, og hafa Ingibjörgu Sólrúnu sem borgarstjórakandídat. Það tók átta ár því það var innbyggt í vinstri menn að þeir væru lúserar sem stæðu í biðröð eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Það þurfti að gera þá að vinningsliði,“ segir Svanur. Meðal liða í þeirri uppbyggingu var tímaritið Þjóðlíf sem kom út á níunda áratugnum. Árið 1986 birtist í því grein eftir Svan sem heitir Valdið og borgin og var að sögn prófessorsins hugmyndafræðilegur grundvöllur R-listans. „Í umræðunni er alltaf verið að rugla saman hlutlægni og hlutleysi,“ segir Svanur. „Stjórnmálafræðingur á ekki að vera hlutlaus. Stjórnmálafræðingur sem ann ekki lýðræðinu hann er einskis virði. Þú átt að hafa þín gildi á hreinu. Ef þú hefur þau ekki á hreinu og stendur ekki með lýðræðinu þá brotnar allt. Andvaraleysið kostar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
„Það er ekki hægt að lýsa því á annan veg en að ég hafi verið hrærður,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn Svanur Kristjánsson. Síðasta kennslustund Svans var í liðinni viku en nemendur hans mættu með konfekt, blóm og bakkelsi í tilefni af tímamótunum. Ferill Svans sem kennari spannar hátt í hálfa öld. Hann nam stjórnmálafræði vestanhafs í Bandaríkjunum, í Minnesota og Illinois, en hóf að kenna samhliða doktorsnámi. Síðar kenndi hann við Háskóla Íslands í tæp 44 ár. „Það sem mér þykir vænst um, eftir allan þennan tíma, er að ég hef aldrei verið ásakaður um það á mínum ferli að vera með áróður í tímum,“ segir Svanur. „Í háskóla eru nemendur að læra fagleg vinnubrögð. Átti ég að ætlast til þess að nemendur stunduðu þau ef ég gerði það ekki sjálfur í tímum? Það að vera fyrirmynd er ekki besta leiðin til að hafa áhrif á fólk, það er eina leiðin.“ Prófessorinn segir að hann hafi í gegnum tíðina reynt að vanda sig og vera öðrum til eftirbreytni. Það hafi meðal annars skilað sér í því að þegar gamlir nemendur hitta hann á förnum vegi sýni þeir honum þakklæti og þylji jafnvel línur úr kennslustundum. Upphaflega ætlaði Svanur að nema lögfræði og einhvern tímann hafði hann hug á að fara í stjórnmál sjálfur. Hins vegar endaði hann á því að starfa bak við tjöldin. Meðal annars tók hann þátt í stofnun R-listans sem kom Sjálfstæðisflokknum úr meirihluta í borginni árið 1994 þar sem hann hafði setið nær óslitið frá 1932. „Við töluðum um það 1986 að sameina alla flokka, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum, og hafa Ingibjörgu Sólrúnu sem borgarstjórakandídat. Það tók átta ár því það var innbyggt í vinstri menn að þeir væru lúserar sem stæðu í biðröð eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Það þurfti að gera þá að vinningsliði,“ segir Svanur. Meðal liða í þeirri uppbyggingu var tímaritið Þjóðlíf sem kom út á níunda áratugnum. Árið 1986 birtist í því grein eftir Svan sem heitir Valdið og borgin og var að sögn prófessorsins hugmyndafræðilegur grundvöllur R-listans. „Í umræðunni er alltaf verið að rugla saman hlutlægni og hlutleysi,“ segir Svanur. „Stjórnmálafræðingur á ekki að vera hlutlaus. Stjórnmálafræðingur sem ann ekki lýðræðinu hann er einskis virði. Þú átt að hafa þín gildi á hreinu. Ef þú hefur þau ekki á hreinu og stendur ekki með lýðræðinu þá brotnar allt. Andvaraleysið kostar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira