Aldrei ásakaður um að halda uppi áróðri í tímum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Svanur í hópi nemenda sem sátu síðustu kennslustund hans. Þær eru orðnar ansi margar enda kenndi Svanur í tæp 44 ár og kom að stofnun stjórnmálafræðideildarinnar. MYND/TÓMAS GUÐJÓNSSON „Það er ekki hægt að lýsa því á annan veg en að ég hafi verið hrærður,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn Svanur Kristjánsson. Síðasta kennslustund Svans var í liðinni viku en nemendur hans mættu með konfekt, blóm og bakkelsi í tilefni af tímamótunum. Ferill Svans sem kennari spannar hátt í hálfa öld. Hann nam stjórnmálafræði vestanhafs í Bandaríkjunum, í Minnesota og Illinois, en hóf að kenna samhliða doktorsnámi. Síðar kenndi hann við Háskóla Íslands í tæp 44 ár. „Það sem mér þykir vænst um, eftir allan þennan tíma, er að ég hef aldrei verið ásakaður um það á mínum ferli að vera með áróður í tímum,“ segir Svanur. „Í háskóla eru nemendur að læra fagleg vinnubrögð. Átti ég að ætlast til þess að nemendur stunduðu þau ef ég gerði það ekki sjálfur í tímum? Það að vera fyrirmynd er ekki besta leiðin til að hafa áhrif á fólk, það er eina leiðin.“ Prófessorinn segir að hann hafi í gegnum tíðina reynt að vanda sig og vera öðrum til eftirbreytni. Það hafi meðal annars skilað sér í því að þegar gamlir nemendur hitta hann á förnum vegi sýni þeir honum þakklæti og þylji jafnvel línur úr kennslustundum. Upphaflega ætlaði Svanur að nema lögfræði og einhvern tímann hafði hann hug á að fara í stjórnmál sjálfur. Hins vegar endaði hann á því að starfa bak við tjöldin. Meðal annars tók hann þátt í stofnun R-listans sem kom Sjálfstæðisflokknum úr meirihluta í borginni árið 1994 þar sem hann hafði setið nær óslitið frá 1932. „Við töluðum um það 1986 að sameina alla flokka, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum, og hafa Ingibjörgu Sólrúnu sem borgarstjórakandídat. Það tók átta ár því það var innbyggt í vinstri menn að þeir væru lúserar sem stæðu í biðröð eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Það þurfti að gera þá að vinningsliði,“ segir Svanur. Meðal liða í þeirri uppbyggingu var tímaritið Þjóðlíf sem kom út á níunda áratugnum. Árið 1986 birtist í því grein eftir Svan sem heitir Valdið og borgin og var að sögn prófessorsins hugmyndafræðilegur grundvöllur R-listans. „Í umræðunni er alltaf verið að rugla saman hlutlægni og hlutleysi,“ segir Svanur. „Stjórnmálafræðingur á ekki að vera hlutlaus. Stjórnmálafræðingur sem ann ekki lýðræðinu hann er einskis virði. Þú átt að hafa þín gildi á hreinu. Ef þú hefur þau ekki á hreinu og stendur ekki með lýðræðinu þá brotnar allt. Andvaraleysið kostar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Það er ekki hægt að lýsa því á annan veg en að ég hafi verið hrærður,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn Svanur Kristjánsson. Síðasta kennslustund Svans var í liðinni viku en nemendur hans mættu með konfekt, blóm og bakkelsi í tilefni af tímamótunum. Ferill Svans sem kennari spannar hátt í hálfa öld. Hann nam stjórnmálafræði vestanhafs í Bandaríkjunum, í Minnesota og Illinois, en hóf að kenna samhliða doktorsnámi. Síðar kenndi hann við Háskóla Íslands í tæp 44 ár. „Það sem mér þykir vænst um, eftir allan þennan tíma, er að ég hef aldrei verið ásakaður um það á mínum ferli að vera með áróður í tímum,“ segir Svanur. „Í háskóla eru nemendur að læra fagleg vinnubrögð. Átti ég að ætlast til þess að nemendur stunduðu þau ef ég gerði það ekki sjálfur í tímum? Það að vera fyrirmynd er ekki besta leiðin til að hafa áhrif á fólk, það er eina leiðin.“ Prófessorinn segir að hann hafi í gegnum tíðina reynt að vanda sig og vera öðrum til eftirbreytni. Það hafi meðal annars skilað sér í því að þegar gamlir nemendur hitta hann á förnum vegi sýni þeir honum þakklæti og þylji jafnvel línur úr kennslustundum. Upphaflega ætlaði Svanur að nema lögfræði og einhvern tímann hafði hann hug á að fara í stjórnmál sjálfur. Hins vegar endaði hann á því að starfa bak við tjöldin. Meðal annars tók hann þátt í stofnun R-listans sem kom Sjálfstæðisflokknum úr meirihluta í borginni árið 1994 þar sem hann hafði setið nær óslitið frá 1932. „Við töluðum um það 1986 að sameina alla flokka, að Sjálfstæðisflokknum undanskildum, og hafa Ingibjörgu Sólrúnu sem borgarstjórakandídat. Það tók átta ár því það var innbyggt í vinstri menn að þeir væru lúserar sem stæðu í biðröð eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Það þurfti að gera þá að vinningsliði,“ segir Svanur. Meðal liða í þeirri uppbyggingu var tímaritið Þjóðlíf sem kom út á níunda áratugnum. Árið 1986 birtist í því grein eftir Svan sem heitir Valdið og borgin og var að sögn prófessorsins hugmyndafræðilegur grundvöllur R-listans. „Í umræðunni er alltaf verið að rugla saman hlutlægni og hlutleysi,“ segir Svanur. „Stjórnmálafræðingur á ekki að vera hlutlaus. Stjórnmálafræðingur sem ann ekki lýðræðinu hann er einskis virði. Þú átt að hafa þín gildi á hreinu. Ef þú hefur þau ekki á hreinu og stendur ekki með lýðræðinu þá brotnar allt. Andvaraleysið kostar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði