Biskup: Undarlegt að þráspyrja börn hvort þau fermist gjafanna vegna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 13:14 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm „Það er undarleg sú framganga sem birst hefur í fjölmiðlum og á ljósvakamiðlum að gera lítið úr börnunum og ákvörðun þeirra að vilja staðfesta skírn sína. Þau eru jafnvel þráspurð hvort þau séu að fermast vegna gjafanna,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Agnes velti því fyrir sér hvort það mætti þá ekki allt eins spyrja afmælisbörn hvort þau haldi afmæli gjafanna vegna, eða brúðhjón hvort þau gifti sig vegna gjafanna. „Kirkjunnar þjónar vinna með fermingarbörnunum í anda upprisunnar. Að þau feti hamingjuveginn og finni tilgang með lífi sínu. Fermingarbörnin fá misvísandi skilaboð þegar kirkjan vill styðja þau til að byggja líf sitt á traustum grunni en aðrir gera lítið úr og sá efa í hjörtun ungu,“ sagði hún. Þá sagði Agnes að stofnanir þjóðfélagsins þurfi að endurheimta það traust sem glataðist í efnahagshruninu. Hún sagði þjóðina hafa orðið fyrir miklu áfalli og að hún hafi þurft að ganga í gegnum sorgarferli með tilheyrandi dofa, reiði og svo uppbyggingu. Hins vegar hafi þjóðinni ekki tekist að finna traustið aftur. „ Það er stundum haft á orði að við getum bara breytt sjálfum okkur en ekki öðrum. Að ef við viljum breyta þá verðum við að byrja á sjálfum okkur. Stofnanir þjóðfélagsins verða að sýna að þær séu traustsins verðar. Það á við um allar stofnanir, fjármálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, ríkisstofnanir, kirkjurnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna fólkinu í landinu. Fjölmiðlarnir eru þar ekki undanskildir.“Lesa má predikun Agnesar í heild hér. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
„Það er undarleg sú framganga sem birst hefur í fjölmiðlum og á ljósvakamiðlum að gera lítið úr börnunum og ákvörðun þeirra að vilja staðfesta skírn sína. Þau eru jafnvel þráspurð hvort þau séu að fermast vegna gjafanna,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Agnes velti því fyrir sér hvort það mætti þá ekki allt eins spyrja afmælisbörn hvort þau haldi afmæli gjafanna vegna, eða brúðhjón hvort þau gifti sig vegna gjafanna. „Kirkjunnar þjónar vinna með fermingarbörnunum í anda upprisunnar. Að þau feti hamingjuveginn og finni tilgang með lífi sínu. Fermingarbörnin fá misvísandi skilaboð þegar kirkjan vill styðja þau til að byggja líf sitt á traustum grunni en aðrir gera lítið úr og sá efa í hjörtun ungu,“ sagði hún. Þá sagði Agnes að stofnanir þjóðfélagsins þurfi að endurheimta það traust sem glataðist í efnahagshruninu. Hún sagði þjóðina hafa orðið fyrir miklu áfalli og að hún hafi þurft að ganga í gegnum sorgarferli með tilheyrandi dofa, reiði og svo uppbyggingu. Hins vegar hafi þjóðinni ekki tekist að finna traustið aftur. „ Það er stundum haft á orði að við getum bara breytt sjálfum okkur en ekki öðrum. Að ef við viljum breyta þá verðum við að byrja á sjálfum okkur. Stofnanir þjóðfélagsins verða að sýna að þær séu traustsins verðar. Það á við um allar stofnanir, fjármálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, ríkisstofnanir, kirkjurnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna fólkinu í landinu. Fjölmiðlarnir eru þar ekki undanskildir.“Lesa má predikun Agnesar í heild hér.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira