Kappaksturinn endaði með slagmálum utan brautar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:00 Kyle Busch gengur í burtu eftir slagsmálin. Vísir/Getty Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017 Aðrar íþróttir Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017
Aðrar íþróttir Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira