Thomas Lundin telur að Svala eigi mesta möguleika í Kíev Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2017 11:02 Thomas Lundin vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí. Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí.
Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16
Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00