Herbie Hancock í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 16:03 Herbie Hancock. Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006. Tónlist Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Herbie Hancock mun leika á tónleikum í Eldborgar-sal tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík þann 20. júlí næstkomandi klukkan 20. Á tónleikunum mun hann njóta liðsinnis Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Loueke og Terrace Martin. Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna er Hancock sagður risi innan nútímatónlistar en ellefu ára gamall spilaði hann fyrsta þáttinn í einum af píanókonsertum Mozarts með sinfóníunni í Chicago. Ferill hans spannar rúmlega fimm áratugi og hefur hann hlotið fjórtán Grammy verðlaun, nú síðast fyrir plötuna River: The Joni Letters. Hann var meðlimur í hinum víðfræga Miles Davis Quintet sem ruddi brautina fyrir þróun djassins og hefur sjálfur blandað saman margvíslegum tónlistarstefnum eins og rokki, fönki og rafeindatónlist á plötum sem mörkuðu hver með sínum hætti nokkur þáttaskil. Nægir þar að nefna plöturnar „Headhunters“, „Rockit“ og „Future Shock“. Herbie Hancock hefur sent frá sér meira en 60 plötur. Hér fyrir neðan má sjá tónleika með Hancock og félögum sem teknir voru upp í Sviss árið 2006.
Tónlist Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira