Lífið

Fólkið á Sónar: Í fyrsta sinn í útlöndum

Guðný Hrönn skrifar
Þetta er í fyrsta sinn sem Gary ferðast út fyrir Kanada.
Þetta er í fyrsta sinn sem Gary ferðast út fyrir Kanada. Vísir/Eyþór
Gary Erwin er frá Kanada. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands, reyndar er þetta í fyrsta sinn sem ég ferðast út fyrir Kanda. Þetta hefur verið gaman.“

„Þetta var ódýrasti miðinn frá Kanada og mig hefur alltaf langað að koma hingað. Þetta er svo fallegur staður,“ segir Gary aðspurður af hverju Ísland hafi orðið fyrir valinu.

Gary kom hingað til lands á þriðjudaginn seinasta og flýgur af landi brott á morgun. Hann nær því bara einum degi af Sónar-hátíðinni. „Ég hitti nokkra kanadamenn á gistiheimilinu sem ég dvel á, þeir eru á leiðinni á Sónar og sögðu mér frá hátíðinni. Þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að ná einum degi áður en ég fer aftur heim.“

Gary var ekki búinn að kynna sér dagskrá hátíðarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum í dag. „Ég deif mig bara og keypti miða,“ segir Gary sem ætlar að láta koma sér á óvart. „Ég ætla bara að fylgja straumnum og sjá hvað gerist.“

„Fyrir utan Björk þá þekki ég ekki neina, nei,“ segir Gary spurður út í hvort hann þekki einhverja íslenska tónlistarmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×