Samdi lagið út frá persónulegri reynslu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 15:00 Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói. Eurovision Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói.
Eurovision Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira