Telja að Darcy hafi verið mjög ólíkur Colin Firth Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 22:35 Colin Firth í hlutverki sínu sem Mr. Darcy í sjónvarpsþættinum Hroki og hleypidómar. Vísindamenn hafa afhjúpað það sem þeir segja að sé fyrsta sögulega rétta myndin af bókmenntapersónunni Fitzwilliam Darcy en hann er ein aðalsöguhetjan í einni vinsælustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen. Breski leikarinn Colin Firth er ef til vill þekktastur fyrir ógleymanlega túlkun sína á Darcy í sjónvarpsþáttum sem BBC gerði eftir bókinni á 10. áratug síðustu aldar en miðað við það sem vísindamenn segja nú þá er Firth ekkert líkur Darcy eins og hann á að hafa litið út.Þessi Mr. Darcy er ekkert sérstaklega líkur Colin Firth.UKTV/NICK HARDCASTLEÍ staðinn fyrir breiðar axlir er hann grannur og notar hárkollu en þar sem lítið er um lýsingar á Darcy í bókinni sjálfri studdust vísindamennirnir við straum og tísku 10. áratugar sem er sá tími sem sagan gerist. „Það hvernig við sjáum Darcy endurspeglar algenga líkamsbyggingu karlmanna á þessum tíma. Þeir notuðu hárkollur og voru með granna kjálka en afgerandi kjálka,“ segir Amanda Vickery, prófessor í sagnfræði við Queen Mary-háskóla í London, í samtali við BBC. Vöðvastæltir líkamar leikara á borð við Colin Firth og Matthew Macfadyen, sem farið hafa með hlutverk Darcy, hefðu á þeim tíma sem sagan gerist frekar verið einkennandi fyrir verkamenn heldur en hefðarmenn. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Vísindamenn hafa afhjúpað það sem þeir segja að sé fyrsta sögulega rétta myndin af bókmenntapersónunni Fitzwilliam Darcy en hann er ein aðalsöguhetjan í einni vinsælustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen. Breski leikarinn Colin Firth er ef til vill þekktastur fyrir ógleymanlega túlkun sína á Darcy í sjónvarpsþáttum sem BBC gerði eftir bókinni á 10. áratug síðustu aldar en miðað við það sem vísindamenn segja nú þá er Firth ekkert líkur Darcy eins og hann á að hafa litið út.Þessi Mr. Darcy er ekkert sérstaklega líkur Colin Firth.UKTV/NICK HARDCASTLEÍ staðinn fyrir breiðar axlir er hann grannur og notar hárkollu en þar sem lítið er um lýsingar á Darcy í bókinni sjálfri studdust vísindamennirnir við straum og tísku 10. áratugar sem er sá tími sem sagan gerist. „Það hvernig við sjáum Darcy endurspeglar algenga líkamsbyggingu karlmanna á þessum tíma. Þeir notuðu hárkollur og voru með granna kjálka en afgerandi kjálka,“ segir Amanda Vickery, prófessor í sagnfræði við Queen Mary-háskóla í London, í samtali við BBC. Vöðvastæltir líkamar leikara á borð við Colin Firth og Matthew Macfadyen, sem farið hafa með hlutverk Darcy, hefðu á þeim tíma sem sagan gerist frekar verið einkennandi fyrir verkamenn heldur en hefðarmenn.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira