Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 17:49 Fram kemur í skýrslu lögreglu að konan hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur rannsókn á grófu kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu, þrátt fyrir að konan hafi ekki kært árásina. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum og að það verði líklega sent til embættis héraðssaksóknara á næstu vikum. RÚV greindi fyrst frá. Kristján segir það ekki algengt að lögregla haldi slíkum málum til streitu þegar kæra liggi ekki fyrir en það fari eftir alvarleika brotsins. „Þetta er bara eins og í öðrum ofbeldismálum. Þegar það hefur átt sér stað ofbeldi þá hefur kærandinn ekki allt um það að segja hvernig málið fer fram í kerfinu,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Málið vakti töluverða athygli í lok síðasta árs en þann 27. desember staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maðurinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í desembermánuði, þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm.Sjá einnig: Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Konan mætti hins vegar á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn réttargæslumaður konunnar, afturkallaði konan heimild til lögreglu að kalla eftir læknisvottorði frá Landspítalanum og heimild til spítalans að aflétta trúnaði yfir gögnunum. Hinn grunaði hlaut fimm ára dóm árið 2012 og þriggja mánaða dóm tveimur árum síðar. Honum var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Tengdar fréttir Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur rannsókn á grófu kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu, þrátt fyrir að konan hafi ekki kært árásina. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum og að það verði líklega sent til embættis héraðssaksóknara á næstu vikum. RÚV greindi fyrst frá. Kristján segir það ekki algengt að lögregla haldi slíkum málum til streitu þegar kæra liggi ekki fyrir en það fari eftir alvarleika brotsins. „Þetta er bara eins og í öðrum ofbeldismálum. Þegar það hefur átt sér stað ofbeldi þá hefur kærandinn ekki allt um það að segja hvernig málið fer fram í kerfinu,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Málið vakti töluverða athygli í lok síðasta árs en þann 27. desember staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maðurinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í desembermánuði, þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm.Sjá einnig: Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Konan mætti hins vegar á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn réttargæslumaður konunnar, afturkallaði konan heimild til lögreglu að kalla eftir læknisvottorði frá Landspítalanum og heimild til spítalans að aflétta trúnaði yfir gögnunum. Hinn grunaði hlaut fimm ára dóm árið 2012 og þriggja mánaða dóm tveimur árum síðar. Honum var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Tengdar fréttir Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30