Í gær var birt mynd á Twitter sem kona sagðist hafa fengið frá vini sínum á Íslandi, sem rakst á Kit Harrington, sem leikur Jon Snow. Ekki er tekið fram hvenær eða hvar þessi mynd var tekin.
yo what a memory im so jealous lmao pic.twitter.com/Ar4apyKEkS
— nat (@_natorious) January 10, 2017
Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros, en nú er veturinn kominn og því gæti tökurnar hér því verið fyrir hvaða atriði sem er. Þá voru myndir frá Íslandi notaðar í bakgrunna í sjöttu þáttaröð.
Vísir sagði frá því í sumar að til stæði að taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð hér á landi í janúar.
Sýningu sjöundu þáttaraðar Game of Thrones hefur verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki að þessu sinni. Í raun liggur enn ekki fyrir hvenær þættirnir verða sýndir.